Hafnar gagnrýni: „Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2022 19:01 Forsætisráðherra hafnar alfarið gagnrýni á að það skorti frekari varnir í nýrri tillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu landsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir ríkja þögn um hervarnir Íslands. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira