Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. desember 2022 13:06 Ákvörðunin er tekin af embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Egill Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. Í fréttatilkynningu lögreglunnar kemur fram að viðbúnaðarstigið B merki aukinn viðbúnað og að vísbendingar séu um að öryggisógnir séu til staðar þó ekki þurfi að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Einnig kemur fram að samráð sé haft við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og farið yfir fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem ástæða þykir til að vakta sérstaklega. Breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka - Ísland á þriðja stigi Einnig hafa komið til breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka sem samræmir verklag íslensku lögreglunnar og annarra lögregluembætta í nágrannalöndunum. Á Íslandi hefur hingað til verið notast við fjögurra stiga kvarða en nú hefur verið tekinn upp fimm stiga kvarði. Það er þó tekið fram að þetta tengist ekki viðbúnaðinum sem var aukinn 13. desember síðastliðinn. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. Ísland telst á þriðja stigi núna en það er greiningardeild ríkislögreglustjóra sem metur hættustig vegna hryðjuverka. Þriðja stigið, sem er aukin ógn, þýðir að til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka. Hættustigin fimm. Ákvarðanir um viðbúnaðarstig sem og ákvarðanir um hættustig vegna hryðjuverka á Íslandi eru byggðar á fyrirliggjandi upplýsingum. Þær upplýsingar eru stöðugt metnar og yfirfarnar, eins og segir í tilkynningunni. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Í fréttatilkynningu lögreglunnar kemur fram að viðbúnaðarstigið B merki aukinn viðbúnað og að vísbendingar séu um að öryggisógnir séu til staðar þó ekki þurfi að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Einnig kemur fram að samráð sé haft við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og farið yfir fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem ástæða þykir til að vakta sérstaklega. Breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka - Ísland á þriðja stigi Einnig hafa komið til breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka sem samræmir verklag íslensku lögreglunnar og annarra lögregluembætta í nágrannalöndunum. Á Íslandi hefur hingað til verið notast við fjögurra stiga kvarða en nú hefur verið tekinn upp fimm stiga kvarði. Það er þó tekið fram að þetta tengist ekki viðbúnaðinum sem var aukinn 13. desember síðastliðinn. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. Ísland telst á þriðja stigi núna en það er greiningardeild ríkislögreglustjóra sem metur hættustig vegna hryðjuverka. Þriðja stigið, sem er aukin ógn, þýðir að til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka. Hættustigin fimm. Ákvarðanir um viðbúnaðarstig sem og ákvarðanir um hættustig vegna hryðjuverka á Íslandi eru byggðar á fyrirliggjandi upplýsingum. Þær upplýsingar eru stöðugt metnar og yfirfarnar, eins og segir í tilkynningunni.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira