Innlent

Fundi Eflingar og SA frestað fram á nýtt ár

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmenn samninganefnd Eflingar á fundi með Samtökum atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara þann 22. desember.
Fjölmenn samninganefnd Eflingar á fundi með Samtökum atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara þann 22. desember. Vísir/Vilhelm

Fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað fram á næsta ár. Þess í stað mun vinnufundur minni hóps fara fram á morgun.

Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara og aðstoðarsáttasemjari, í samtali við fréttastofu. Næsti formlegi fundur er fyrirhugaður klukkan 13 miðvikudaginn 4. janúar.

Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni 22. desember. Þar kynnti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, nýtt tilboð Eflingar í kjaradeilunni.

Tilboðið fól meðal annars í sér að félagið hafi fallist á að hagvaxtarauki sem koma ætti til greiðslu í vor samkvæmt nýútrunnum samningum myndi falla niður en yrði bætt upp með öðrum launaliðshækkunum.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að fundi loknum að nú lægju fyrir samþykktir kjarasamningar við um áttatíu þúsund manns í landinu og að kröfur Eflingar vikju í öllum meginatriðum frá þeim línum sem þar hefðu verið lagðar.

Tilboð Eflingar, sem kynnt var í síðustu viku, gæti því aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings.


Tengdar fréttir

Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu.

„Það var ekki mikill hljóm­grunnur fyrir okkar sjónar­miðum“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.