Fótbolti

Liverpool semur aftur við fyrrverandi fyrirliða liðsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gemma Bonner er mætt aftur í Bítlaborgina.
Gemma Bonner er mætt aftur í Bítlaborgina. Sam Greenwood/Getty Images

Liverpool hefur samið við Gemmu Bonner, fyrrverandi fyrirliða liðsins, um að leika með liðinu í ensku Ofurdeildinni í knattspyrnu. Bonner vann á sínum tíma tvo Englandsmeistaratitla með félaginu.

Þessi 31 árs gamli varnarmaður gengur til liðs við Liverpool frá Racing Louisville í Bandaríkjunum. Bonner lék í sex ár með Liverpool áður henn hún yfirgaf félagið árið 2018.

Eins og áður segir varð Bonner Englandsmeistari með liðinu í tvígang, en það var árið 2013 og 2014. Hún er einni næst leikjahæsti leikmaður liðsins frá því að Liverpool varð atvinnumannafélag.

„Þetta er frábært augnablik fyrir mig. Ég þarf enn að klípa mig þegar ég geng inn á Anfield,“ sagði Bonner við undirskriftina.

„Ég var lengi hérna og það var erfitt að takaákvörðun um að fara, en ég held að ég hafi alltaf vitað að ég myndi snúa aftur. Núna finnst mér rétti tíminn vera kominn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×