Fótbolti

Brynjar Ingi orðaður við Gauta­borg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brynjar Ingi missti sæti sitt í landsliðinu eftir slakar frammistöður í Noregi.
Brynjar Ingi missti sæti sitt í landsliðinu eftir slakar frammistöður í Noregi. Getty/Juan Mauel Serrano Arce

Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður Vålerenga í Noregi, er á jólagjafalista Gautaborgar í Svíþjóð.

Sænski miðillinn Expressen greinir frá því að Gautaborg sé tilbúið að festa kaup á hinum 23 ára gamla Brynjari Inga. Helsti njósnari sænska liðsins er Norðmaðurinn Stig Torbjörnsen og er hann mjög hrifinn af tveimur leikmönnum Vålerenga, Brynjari Inga og miðjumanninum Tobias Christensen.

Brynjar Ingi, sem á að baki 14 A-landsleiki, hefur átt erfitt uppdráttar í Noregi. Stjarna hans skein skært eftir frábært tímabil með KA í efstu deild hér á landi sumarið 2021 var hann keyptur til Lecce á Ítalíu.

Sú dvöl var í styttri kantinum og var hann kominn til Vålerenga sama ár. Hann byrjaði vel í Noregi en svo fjaraði undan og nú gæti miðvörðurinn verið á leið til Svíþjóðar.

Gautaborg endaði í 8. sæti Allsvenskan, sænsku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð með 45 stig að loknum 30 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×