Fótbolti

Put­ellas best annað í röð að mati The Guar­dian

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sú besta.
Sú besta. EPA-EFE/Alejandro Garcia

Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims.

Líkt og undanfarin ár hefur enski miðillinn The Guardian fengið urmul sérfræðinga til að ákveða hver besta fótboltakona heims er. Þó hún hafði slitið krossband fyrir Evrópumótið síðasta sumar þá hlaut hin 28 ára gamla Alexia Putellas verðlaunin annað árið í röð. Það hefur aldrei verið gert áður.

Segja má að Putellas sé óumdeilanlega besta fótboltakona heims um þessar mundir en fyrr á árinu hlaut hún Gullboltann, Ballon d‘Or, í annað sinn.

Af þeim 119 sem sitja í dómnefnd – þar á meðal eru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ásmundur Haraldsson – voru 46 sem settu Putellas í 1. sæti.

Evrópumeistarinn og stórskyttan Beth Mead, sem sleit einnig krossband nýverið, var í 2. sæti listans að þessu sinni og Sam Kerr, sóknarmaður Chelsea, kom þar á eftir. Listann í heild sinni má finna hér en enginn Íslendingur var meðal þeirra 100 sem valdar voru í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×