Frakkar sendu kvörtunarbréf vegna Martínez Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2022 08:31 Emiliano Martínez var valinn besti markvörður HM í Katar sem lauk um helgina. getty/Visionhaus Franska knattspyrnusambandið hefur kvartað formlega undan Emiliano Martínez, markverði Argentínu, vegna háttsemi hans eftir úrslitaleik HM. Argentínumenn stóðu uppi sem heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í vítaspyrnukeppni, 4-2. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 3-3. Kylian Mbappé skoraði öll mörk Frakklands í leiknum. Eftir leikinn var Martínez mikið í mun að strá salti í sár Mbappés. Áður en Argentínumenn byrjuðu að fagna í búningsklefa sínum bað hann viðstadda til að mynda um mínútu þögn fyrir Mbappé. Þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum með löndum sínum í Búenos Aires mætti Martínez svo með brúðu með andliti Mbappés á. Frakkar eru ekki sáttir við hegðun Martínez og hafa nú kvartað formlega undan markverðinum. Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur greint frá því að hann hafi skrifað formlegt bréf til forseta knattspyrnusambands Argentínu, Claudio Tapia, til að kvarta yfir því hvernig Martínez lét eftir úrslitaleikinn. „Ég skrifaði kollega mínum í argentínska knattspyrnusambandinu. Mér fannst þetta óhóf óeðlilegt og ekki í takt við íþróttamennsku og á erfitt með að skilja það. Hann gekk of langt,“ sagði Le Graet. Martínez er eflaust slétt sama um kvartanir Frakka en athyglisvert verður að sjá hvort eitthvað verði gert í málinu. Ljóst er að markvörðurinn er þó langt því frá sá vinsælasti í Frakklandi eða nokkurs staðar nema í Argentínu og á meðal stuðningsmanna Aston Villa. HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Sjá meira
Argentínumenn stóðu uppi sem heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í vítaspyrnukeppni, 4-2. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 3-3. Kylian Mbappé skoraði öll mörk Frakklands í leiknum. Eftir leikinn var Martínez mikið í mun að strá salti í sár Mbappés. Áður en Argentínumenn byrjuðu að fagna í búningsklefa sínum bað hann viðstadda til að mynda um mínútu þögn fyrir Mbappé. Þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum með löndum sínum í Búenos Aires mætti Martínez svo með brúðu með andliti Mbappés á. Frakkar eru ekki sáttir við hegðun Martínez og hafa nú kvartað formlega undan markverðinum. Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur greint frá því að hann hafi skrifað formlegt bréf til forseta knattspyrnusambands Argentínu, Claudio Tapia, til að kvarta yfir því hvernig Martínez lét eftir úrslitaleikinn. „Ég skrifaði kollega mínum í argentínska knattspyrnusambandinu. Mér fannst þetta óhóf óeðlilegt og ekki í takt við íþróttamennsku og á erfitt með að skilja það. Hann gekk of langt,“ sagði Le Graet. Martínez er eflaust slétt sama um kvartanir Frakka en athyglisvert verður að sjá hvort eitthvað verði gert í málinu. Ljóst er að markvörðurinn er þó langt því frá sá vinsælasti í Frakklandi eða nokkurs staðar nema í Argentínu og á meðal stuðningsmanna Aston Villa.
HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Sjá meira