Frakkar sendu kvörtunarbréf vegna Martínez Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2022 08:31 Emiliano Martínez var valinn besti markvörður HM í Katar sem lauk um helgina. getty/Visionhaus Franska knattspyrnusambandið hefur kvartað formlega undan Emiliano Martínez, markverði Argentínu, vegna háttsemi hans eftir úrslitaleik HM. Argentínumenn stóðu uppi sem heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í vítaspyrnukeppni, 4-2. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 3-3. Kylian Mbappé skoraði öll mörk Frakklands í leiknum. Eftir leikinn var Martínez mikið í mun að strá salti í sár Mbappés. Áður en Argentínumenn byrjuðu að fagna í búningsklefa sínum bað hann viðstadda til að mynda um mínútu þögn fyrir Mbappé. Þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum með löndum sínum í Búenos Aires mætti Martínez svo með brúðu með andliti Mbappés á. Frakkar eru ekki sáttir við hegðun Martínez og hafa nú kvartað formlega undan markverðinum. Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur greint frá því að hann hafi skrifað formlegt bréf til forseta knattspyrnusambands Argentínu, Claudio Tapia, til að kvarta yfir því hvernig Martínez lét eftir úrslitaleikinn. „Ég skrifaði kollega mínum í argentínska knattspyrnusambandinu. Mér fannst þetta óhóf óeðlilegt og ekki í takt við íþróttamennsku og á erfitt með að skilja það. Hann gekk of langt,“ sagði Le Graet. Martínez er eflaust slétt sama um kvartanir Frakka en athyglisvert verður að sjá hvort eitthvað verði gert í málinu. Ljóst er að markvörðurinn er þó langt því frá sá vinsælasti í Frakklandi eða nokkurs staðar nema í Argentínu og á meðal stuðningsmanna Aston Villa. HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Argentínumenn stóðu uppi sem heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í vítaspyrnukeppni, 4-2. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 3-3. Kylian Mbappé skoraði öll mörk Frakklands í leiknum. Eftir leikinn var Martínez mikið í mun að strá salti í sár Mbappés. Áður en Argentínumenn byrjuðu að fagna í búningsklefa sínum bað hann viðstadda til að mynda um mínútu þögn fyrir Mbappé. Þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum með löndum sínum í Búenos Aires mætti Martínez svo með brúðu með andliti Mbappés á. Frakkar eru ekki sáttir við hegðun Martínez og hafa nú kvartað formlega undan markverðinum. Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur greint frá því að hann hafi skrifað formlegt bréf til forseta knattspyrnusambands Argentínu, Claudio Tapia, til að kvarta yfir því hvernig Martínez lét eftir úrslitaleikinn. „Ég skrifaði kollega mínum í argentínska knattspyrnusambandinu. Mér fannst þetta óhóf óeðlilegt og ekki í takt við íþróttamennsku og á erfitt með að skilja það. Hann gekk of langt,“ sagði Le Graet. Martínez er eflaust slétt sama um kvartanir Frakka en athyglisvert verður að sjá hvort eitthvað verði gert í málinu. Ljóst er að markvörðurinn er þó langt því frá sá vinsælasti í Frakklandi eða nokkurs staðar nema í Argentínu og á meðal stuðningsmanna Aston Villa.
HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira