Tíu leikmenn sem hækkuðu verulega í verði á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 18:00 Alexis Mac Allister og Gonçalo Ramos eru á listanum. Getty Images Það eru alltaf nokkrir leikmenn sem koma skemmtilega á óvart á stórmótum í fótbolta. Þá eru að sama skapi nokkrir leikmenn sem eru eftirsóttir en spila það vel að þeir hækka verulega í verði. Hér að neðan má sjá hvaða tíu leikmenn hækkuðu hvað mest í verði á HM í Katar sem lauk þann 18. desember síðastliðinn með því að Lionel Messi varð loks heimsmeistari. Enski miðillinn The Guardian tók saman hvaða leikmenn hækkuðu mest í verði á meðan HM stóð. Þar á meðal er einn heimsmeistari, tveir leikmenn Marokkó og einn frá Íran svo eitthvað sé nefnt. Alexis Mac Allister [Argentína] Alexis Mac Allister spilaði stórt hlutverki í sigri Argentínu á HM og tók þátt í öllum sex sigurleikjum liðsins. Hann skoraði gegn Póllandi og lagði upp mark Ángel Di María í úrslitaleiknum. Ásamt því að geta skorað og lagt upp þá er hinn 24 ára gamli Mac Allister harðduglegur með mikla hlaupagetu. Mac Allister er er með samning hjá Brighton til ársins 2025 en var þegar orðinn eftirsóttur af liðum í Meistaradeild Evrópu áður en HM hófst. Það er ljóst að Brighton mun fá töluvert meira fyrir leikmanninn sem það borgaði 7 milljónir punda fyrir sumarið 2019 ákveði það að selja í janúar eða næsta sumar. January transfer window: 10 players whose values soared at the World Cup | By @WhoScored https://t.co/SmAIZ60lUf— Guardian sport (@guardian_sport) December 21, 2022 Sofyan Amrabat [Marokkó] Marokkó kom öllum á óvart og fór alla leið í undanúrslit HM. Á endanum beið liðið lægri hlut gegn Frakklandi og svo gegn Króatíu í leiknum um bronsið. Það breytir því ekki að Sofyan Amrabat átti frábært mót. Amrabat er djúpur miðjumaður hjá Fiorentina á Ítalíu en kom sem sem áður gríðarlega á óvart á HM. Var orðaður við Tottenam Hotspur á síðasta ári en reikna má með að enn fleiri lið reyni að fá þennan 26 ára gamla leikmann næsta sumar. Sofyan Amrabat hélt Luka Modrić í skefjum.Michael Steele/Getty Images Azzedine Ounahi [Marokkó] Ounahi sá til þess - ásamt Amrabat - að miðjumenn andstæðinga Marokkó þoldu ekki að spila gegn liðinu á HM. Ounahi er einkar öruggur á boltann, tapar honum nær aldrei en er mjög duglegur að keyra upp völlinn eftir að hafa unnið boltann og hjálpar Marokkó þannig að hefja skyndisóknir sínar. Er aðeins 22 ára gamall og spilar með Angers, botnliði frönsku úrvalsdeildarinnar. Má teljast líklegt að hann verði eftirsóttur bæði í janúar sem og næsta sumar. Andries Noppert [Holland] Hinn 28 ára gamli Noppert kom verulega á óvart á HM enda var hann ekki í miklum metum áður en Louis van Gaal ákvað að Noppert væri maðurinn til að verja mark Hollands á HM. Var að spila í hollensku B-deildinni fyrir aðeins tveimur árum og íhugaði að leggja hanskana á hilluna þegar hann fékk óvænt tækifærið þegar aðalmarkvörður Go Ahead Eagles meiddist. Spilaði vel og var keyptur til Heerenveen. Nú stefnir allt í að þessi einkar hávaxni markvörður [2.03 metrar á hæð] skipti aftur um lið. - JUST IN: Ajax are now considering to sign Andries Noppert. He is high on the list of wanted players. [@telegraaf] pic.twitter.com/lbgbkKzxKM— (@TheEuropeanLad) December 12, 2022 Dominik Livaković [Króatía] Annar markvörður sem vakti verðskuldaða athygli. Þó heimsmeistarinn Emiliano Martínez hafi verið valinn besti markvörður mótsins hefði Livaković alveg eins átt verðlaunin skilið. Hann varði flest skot á mótinu eða 24 talsins, þar af 11 gegn Brasilíu. Í vítaspyrnukeppnum, sem Króatía virðist áskrifandi að, varði hann fjórar spyrnur og sá til þess að sínir menn lönduðu alltaf sigri. Er „aðeins“ 27 ára gamall sem er enn nokkuð ungt fyrir markvörð og má reikna með að Dinamo Zagreb haldi ekki mikið lengur í þennan öfluga markvörð. Mehdi Taremi [Íran] Varð þrítugur í júlí en er að blómstra seint á ferlinum. Spilar með Porto í Portúgal og hefur raðað inn mörkum þar að undanförnu. Vakti athygli þó Íran hafi dottið úr leik í riðlakeppninni, skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu ásamt því að eiga níu lykilsendingar. Er í eldri kantinum en lið þurfa alltaf markaskorara og Porto gæti ákveðið að reyna græða sem mest á þessum lunkna sóknarmanni. Randal Kolo Muani [Frakkland] Spilaði aðeins 181 mínútu í Katar og lét Emi Martínez verja það sem hefði verið sigurmark mótsins undir lok framlengingar í úrslitaleiknum. Kom inn í liðið vegna meiðsla Christopher Nkunku fyrir mót en hinn 24 ára gamli Muani nýtti tækifærið í Katar vel. Skoraði eitt mark ásamt því að fiska vítaspyrnu í úrslitaleiknum. Þá er vert að benda á tölfræði hans með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi en í 14 leikjum hefur hann skorað 5 mörk og gefið 9 stoðsendingar. Enginn leikmaður deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Róbert Orri Þorkelsson og Mikael Neville Anderson í baráttunni við Muani í leik U-21 árs landsliða Íslands og Frakklands vorið 2021.Peter Zador/Getty Images Gonçalo Ramos [Portúgal] Maðurinn sem leysti Cristiano Ronaldo af hólmi gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum sigri Portúgals á Sviss. Aðeins 21 árs gamall og hefur spilað frábærlega með Benfica í heimalandinu á leiktíðinni. Sergiño Dest [Bandaríkin] Hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá félagsliðum sínum að undanförnu. Var lánaður frá Barcelona til AC Milan þar sem hann hefur aðeins spilað fimm leiki í ítölsku úrvalsdeildinni. Þessi 21 árs gamli bakvörður lék hins vegar vel í Katar og sýndi hvað í sér býr sóknarlega hið minnsta. Fari svo að Barcelona ákveðið að selja ætti liðið að geta fengið örlítið meira en það hefði gert fyrir mót. Mohammed Kudus, Gana Hefur verið frábær með Ajax á tímabilinu sem og með Gana á HM. Var eftirsóttur síðasta sumar og hefur eftirspurnin ekki minnkað eftir frammistöðu hans í Katar þar sem hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum. Þessi sóknarþenkjandi miðjumaður, eða framherji, kostaði Ajax 9 milljónir evra þegar liðið keypti hann frá danska félaginu Nordsjælland árið 2020. Ajax getur margfaldað þá upphæð miðað við þau lið sem eru á höttunum á eftir Kudus í dag. Meðal liða sem hafa verið nefnd til sögunnar eru Manchester United, Tottenham Hotspur og Barcelona. Mohammed Kudus [fyrir miðju] fagnar með samherjum sínum á HM.Ercin Erturk/Getty Images Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur fyrir lokaleik stelpnanna okkar á EM Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Enski miðillinn The Guardian tók saman hvaða leikmenn hækkuðu mest í verði á meðan HM stóð. Þar á meðal er einn heimsmeistari, tveir leikmenn Marokkó og einn frá Íran svo eitthvað sé nefnt. Alexis Mac Allister [Argentína] Alexis Mac Allister spilaði stórt hlutverki í sigri Argentínu á HM og tók þátt í öllum sex sigurleikjum liðsins. Hann skoraði gegn Póllandi og lagði upp mark Ángel Di María í úrslitaleiknum. Ásamt því að geta skorað og lagt upp þá er hinn 24 ára gamli Mac Allister harðduglegur með mikla hlaupagetu. Mac Allister er er með samning hjá Brighton til ársins 2025 en var þegar orðinn eftirsóttur af liðum í Meistaradeild Evrópu áður en HM hófst. Það er ljóst að Brighton mun fá töluvert meira fyrir leikmanninn sem það borgaði 7 milljónir punda fyrir sumarið 2019 ákveði það að selja í janúar eða næsta sumar. January transfer window: 10 players whose values soared at the World Cup | By @WhoScored https://t.co/SmAIZ60lUf— Guardian sport (@guardian_sport) December 21, 2022 Sofyan Amrabat [Marokkó] Marokkó kom öllum á óvart og fór alla leið í undanúrslit HM. Á endanum beið liðið lægri hlut gegn Frakklandi og svo gegn Króatíu í leiknum um bronsið. Það breytir því ekki að Sofyan Amrabat átti frábært mót. Amrabat er djúpur miðjumaður hjá Fiorentina á Ítalíu en kom sem sem áður gríðarlega á óvart á HM. Var orðaður við Tottenam Hotspur á síðasta ári en reikna má með að enn fleiri lið reyni að fá þennan 26 ára gamla leikmann næsta sumar. Sofyan Amrabat hélt Luka Modrić í skefjum.Michael Steele/Getty Images Azzedine Ounahi [Marokkó] Ounahi sá til þess - ásamt Amrabat - að miðjumenn andstæðinga Marokkó þoldu ekki að spila gegn liðinu á HM. Ounahi er einkar öruggur á boltann, tapar honum nær aldrei en er mjög duglegur að keyra upp völlinn eftir að hafa unnið boltann og hjálpar Marokkó þannig að hefja skyndisóknir sínar. Er aðeins 22 ára gamall og spilar með Angers, botnliði frönsku úrvalsdeildarinnar. Má teljast líklegt að hann verði eftirsóttur bæði í janúar sem og næsta sumar. Andries Noppert [Holland] Hinn 28 ára gamli Noppert kom verulega á óvart á HM enda var hann ekki í miklum metum áður en Louis van Gaal ákvað að Noppert væri maðurinn til að verja mark Hollands á HM. Var að spila í hollensku B-deildinni fyrir aðeins tveimur árum og íhugaði að leggja hanskana á hilluna þegar hann fékk óvænt tækifærið þegar aðalmarkvörður Go Ahead Eagles meiddist. Spilaði vel og var keyptur til Heerenveen. Nú stefnir allt í að þessi einkar hávaxni markvörður [2.03 metrar á hæð] skipti aftur um lið. - JUST IN: Ajax are now considering to sign Andries Noppert. He is high on the list of wanted players. [@telegraaf] pic.twitter.com/lbgbkKzxKM— (@TheEuropeanLad) December 12, 2022 Dominik Livaković [Króatía] Annar markvörður sem vakti verðskuldaða athygli. Þó heimsmeistarinn Emiliano Martínez hafi verið valinn besti markvörður mótsins hefði Livaković alveg eins átt verðlaunin skilið. Hann varði flest skot á mótinu eða 24 talsins, þar af 11 gegn Brasilíu. Í vítaspyrnukeppnum, sem Króatía virðist áskrifandi að, varði hann fjórar spyrnur og sá til þess að sínir menn lönduðu alltaf sigri. Er „aðeins“ 27 ára gamall sem er enn nokkuð ungt fyrir markvörð og má reikna með að Dinamo Zagreb haldi ekki mikið lengur í þennan öfluga markvörð. Mehdi Taremi [Íran] Varð þrítugur í júlí en er að blómstra seint á ferlinum. Spilar með Porto í Portúgal og hefur raðað inn mörkum þar að undanförnu. Vakti athygli þó Íran hafi dottið úr leik í riðlakeppninni, skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu ásamt því að eiga níu lykilsendingar. Er í eldri kantinum en lið þurfa alltaf markaskorara og Porto gæti ákveðið að reyna græða sem mest á þessum lunkna sóknarmanni. Randal Kolo Muani [Frakkland] Spilaði aðeins 181 mínútu í Katar og lét Emi Martínez verja það sem hefði verið sigurmark mótsins undir lok framlengingar í úrslitaleiknum. Kom inn í liðið vegna meiðsla Christopher Nkunku fyrir mót en hinn 24 ára gamli Muani nýtti tækifærið í Katar vel. Skoraði eitt mark ásamt því að fiska vítaspyrnu í úrslitaleiknum. Þá er vert að benda á tölfræði hans með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi en í 14 leikjum hefur hann skorað 5 mörk og gefið 9 stoðsendingar. Enginn leikmaður deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Róbert Orri Þorkelsson og Mikael Neville Anderson í baráttunni við Muani í leik U-21 árs landsliða Íslands og Frakklands vorið 2021.Peter Zador/Getty Images Gonçalo Ramos [Portúgal] Maðurinn sem leysti Cristiano Ronaldo af hólmi gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum sigri Portúgals á Sviss. Aðeins 21 árs gamall og hefur spilað frábærlega með Benfica í heimalandinu á leiktíðinni. Sergiño Dest [Bandaríkin] Hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá félagsliðum sínum að undanförnu. Var lánaður frá Barcelona til AC Milan þar sem hann hefur aðeins spilað fimm leiki í ítölsku úrvalsdeildinni. Þessi 21 árs gamli bakvörður lék hins vegar vel í Katar og sýndi hvað í sér býr sóknarlega hið minnsta. Fari svo að Barcelona ákveðið að selja ætti liðið að geta fengið örlítið meira en það hefði gert fyrir mót. Mohammed Kudus, Gana Hefur verið frábær með Ajax á tímabilinu sem og með Gana á HM. Var eftirsóttur síðasta sumar og hefur eftirspurnin ekki minnkað eftir frammistöðu hans í Katar þar sem hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum. Þessi sóknarþenkjandi miðjumaður, eða framherji, kostaði Ajax 9 milljónir evra þegar liðið keypti hann frá danska félaginu Nordsjælland árið 2020. Ajax getur margfaldað þá upphæð miðað við þau lið sem eru á höttunum á eftir Kudus í dag. Meðal liða sem hafa verið nefnd til sögunnar eru Manchester United, Tottenham Hotspur og Barcelona. Mohammed Kudus [fyrir miðju] fagnar með samherjum sínum á HM.Ercin Erturk/Getty Images
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur fyrir lokaleik stelpnanna okkar á EM Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira