Gestirnir í Eyupspor komust yfir snemma í fyrri hálfleik en þeir sitja á toppi B-deildarinnar í Tyrklandi á meðan Rúnar Alex og félagar eru í 9. sæti efstu deildar. Á 54. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu en Koka tókst ekki að setja boltann í netið.
Zinedine Ferhat jafnaði metin á 62. mínútu og tæpum stundarfjórðung síðar fékk Koka tækifæri til að koma heimaliðinu yfir. Aftur brenndi hann af og staðan því enn 1-1. Hann kom boltanum loks í netið þegar níu mínútur voru til leiksloka og virtist sem Alanyaspor væri komið áfram.
Taskin Ilter jafnaði hins vegar metin fyrir gestina örskömmu síðar og staðan 2-2 þegar flautað var til leiksloka. Það var svo Idrissa Doumbia sem skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 113. mínútu leiksins og fór það svo að Alanyaspor vann 3-2 sigur.
Corendon Alanyaspor umuz - Eyüpspor: 3-2 (Maç sonucu)
— Corendon Alanyaspor (@Alanyaspor) December 21, 2022
Ziraat Türkiye Kupas nda son 16 turuna yükseliyoruz. pic.twitter.com/jgS1ibEz08
Rúnar Alex, sem er á láni frá Arsenal, og liðsfélagar hans í Alanyaspor því komnir áfram í bikarnum.