Fótbolti

Konungurinn heimtaði að mömmur fót­bolta­hetjanna væru með á myndinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sofiane Boufal fagnar með móður sinni eftir að Marokkó tryggði sér sæti í undanúrslitum á HM í Katar.
Sofiane Boufal fagnar með móður sinni eftir að Marokkó tryggði sér sæti í undanúrslitum á HM í Katar. AP/Luca Bruno

Marokkó var sannarlega spútniklið heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar þar sem liðið komst, fyrst landsliða frá Afríku, alla leið í undanúrslit keppninnar.

Marokkó liðið tapaði leiknum um þriðja sætið en það var engu að síður tekið á móti þeim eins og þjóðhetjum við komuna til Marokkó.

Meðal annars tók konungur Marokkó, Múhameð sjötti, á móti leikmönnum landsliðsins í höll sinni.

Þeir sem fylgdust með liði Marokkó á mótinu komust ekkert hjá því að sjá mömmur leikmannanna taka þátt í fögnuði þeirra eftir leikina.

Achraf Hakimi vakti fyrst athygli á móður sinni þegar hann fór alltaf upp í stúku eftir leik og kyssti hana.

Múhameð sjötti Marokkókonungur bauð ekki aðeins leikmönnunum til sín heldur fengu að sjálfsögðu mæður þeirra að koma líka.

Þegar stillt var upp í myndatökuna þá heimtaði konungurinn að mömmur fótboltahetjanna væru með á myndinni eins og sjá má hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×