Innlent

Þyrlan lenti á hringtorgi í Hveragerði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ekki var hægt að flytja sjúklinginn til Reykjavíkur með bíl vegna veðurs.
Ekki var hægt að flytja sjúklinginn til Reykjavíkur með bíl vegna veðurs. Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lendi á hringtorgi rétt fyrir utan Hveragerði fyrr í dag. Hjálparsveit skáta aðstoðaði við að flytja einstaklinginn í átt að hringtorginu. 

Flytja þurfti sjúklinginn til Reykjavíkur frá Hveragerði en ekki var hægt að flytja hann með sjúkrabíl vegna veðurs. Því þurfti þyrla Landhelgisgæslunnar að aðstoða við verkið. 

Þyrlan lenti á hringtorgi rétt fyrir utan Hveragerði, líkt og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Hjálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðaði við að flytja sjúklinginn í átt að þyrlunni og var henni síðan flogið til Reykjavíkur. 

Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar þyrlan tekur af stað og flýgur aftur vestur. 

Klippa: Þyrla lenti á hringtorgi í Hveragerði


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×