Segir að hvaða miðlungs þjálfari sem er gæti náð sama árangri og Southgate Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2022 18:31 Gareth Southgate hefur stýrt enska landsliðinu frá árinu 2016. Vísir/Getty Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og núverandi sparkspekingur, er ekki hrifinn af árangri enska liðsins á heimsmeistaramótnu sem lauk í Katar í gær. Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp. HM 2022 í Katar Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira