Segir að hvaða miðlungs þjálfari sem er gæti náð sama árangri og Southgate Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2022 18:31 Gareth Southgate hefur stýrt enska landsliðinu frá árinu 2016. Vísir/Getty Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og núverandi sparkspekingur, er ekki hrifinn af árangri enska liðsins á heimsmeistaramótnu sem lauk í Katar í gær. Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp. HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp.
HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira