Segir að hvaða miðlungs þjálfari sem er gæti náð sama árangri og Southgate Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2022 18:31 Gareth Southgate hefur stýrt enska landsliðinu frá árinu 2016. Vísir/Getty Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og núverandi sparkspekingur, er ekki hrifinn af árangri enska liðsins á heimsmeistaramótnu sem lauk í Katar í gær. Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp. HM 2022 í Katar Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp.
HM 2022 í Katar Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira