Tímamótasamkomulag geti spornað gegn fjöldaútrýmingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2022 14:08 Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri landverndar. Stöð 2 Góðar líkur eru á því að hægt verði að sporna við fjöldaútrýmingu tegunda verði tímamótasamkomulagi um vernd á tæplega þriðjungi haf- og landsvæða heimsins fylgt eftir, segir framkvæmdastjóri Landverndar. Íslendingar dragi lappirnar í verndun hafsins og hafi jafnvel staðið í vegi þess. Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira