Deschamps segir spurningar um endurkomu Benzema fáránlegar Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 12:36 Didier Deschamps kvað niður sögusagnir þess efnis að Karim Benzema yrði í leikmannahópi Frakklands á morgun á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Gettty Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik heimsmeistaramótsins en þar mætir franska liðið því argentínska í Doha í Katar á morgun. Deschamps var meðal annars spurður hvort einhver möguleiki væri á að Karim Benzema yrði í leikmannahópi Frakka í þeim leik. Þjálfari Frakklands sagði spurningar um mögulega endurkomu Benzema, sem hefur ekkert leikið á mótinu til þessa vegna meiðsla aftan í læri, vera fáránlegar. Eftir sigur Frakklands gegn Marokkó var Deschamps spurður hvort einhver möguleiki væri á að Benzema myndi vera í hópnum í úrslitaleiknum. Deschamps vildi ekki svara spurningum um meiðsli Benzema á þeim tímapunkti. Þegar hann var svo spurður um málið á fundinum í dag sagði franski þjálfarinn. „Karim er á meiðslalistanum líkt og Lucas Hernandez og Christopher Nkunku. Ég er með leikmannahóp sem samanstendur af 24 leikmönnum sem eru ekki meiddir og ég einbeiti mér að því að stýra þeim þessa stundina. Ég er ekki að velta því fyrir mér hvort að fyrrverandi leikmenn eða meiddir leikmenn verði staddir á leikvanginum á meðan á leiknum stendur á morgun. Spurningar um þá leikmenn á þessum tímapunkti eru fáránlegar svo ekki sé fastar að orði kveðið," sagði Deschamps ákveðinn. Benzema er byrjaður að æfa með félagsliði sínu Real Madrid og virðist hafa jafnað sig á þeim meiðslum sem hann varð fyrir aftan í læri á æfingu með franska liðinu í undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Orðrómur hefur verið um að samband Deschamps og Benzema sé ekki gott en franski landsliðsframherjinn gaf þeirri sögu byr undir báða vængi með Instagram-færslu sinni í gær. View this post on Instagram A post shared by Karim Benzema (@karimbenzema) HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Þjálfari Frakklands sagði spurningar um mögulega endurkomu Benzema, sem hefur ekkert leikið á mótinu til þessa vegna meiðsla aftan í læri, vera fáránlegar. Eftir sigur Frakklands gegn Marokkó var Deschamps spurður hvort einhver möguleiki væri á að Benzema myndi vera í hópnum í úrslitaleiknum. Deschamps vildi ekki svara spurningum um meiðsli Benzema á þeim tímapunkti. Þegar hann var svo spurður um málið á fundinum í dag sagði franski þjálfarinn. „Karim er á meiðslalistanum líkt og Lucas Hernandez og Christopher Nkunku. Ég er með leikmannahóp sem samanstendur af 24 leikmönnum sem eru ekki meiddir og ég einbeiti mér að því að stýra þeim þessa stundina. Ég er ekki að velta því fyrir mér hvort að fyrrverandi leikmenn eða meiddir leikmenn verði staddir á leikvanginum á meðan á leiknum stendur á morgun. Spurningar um þá leikmenn á þessum tímapunkti eru fáránlegar svo ekki sé fastar að orði kveðið," sagði Deschamps ákveðinn. Benzema er byrjaður að æfa með félagsliði sínu Real Madrid og virðist hafa jafnað sig á þeim meiðslum sem hann varð fyrir aftan í læri á æfingu með franska liðinu í undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Orðrómur hefur verið um að samband Deschamps og Benzema sé ekki gott en franski landsliðsframherjinn gaf þeirri sögu byr undir báða vængi með Instagram-færslu sinni í gær. View this post on Instagram A post shared by Karim Benzema (@karimbenzema)
HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira