Erlent

Mannskæð aurskriða í Malasíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tjaldsvæðið er í grennd við stórborgina Kuala Lumpur.
Tjaldsvæðið er í grennd við stórborgina Kuala Lumpur. Korporat JBPM/AP

Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri er saknað eftir að aurskriða hreif með sér tjaldsvæði í Selangor héraði í Malasíu í gær.

Ferðalangar voru sofandi í tjöldum sínum þegar skriðan fór yfir svæðið en rúmlega níutíu manns, þar á meðal börn gistu á tjaldsvæðinu. Björgunarliðar eru nú að störfum á svæðinu en skriðan nær yfir stórt svæði eða rúma fjögurþúsund fermetra.

Sextíu manns hefur verið bjargað á lífi en að minnsta kosti sautján er enn saknað.

Óljóst er hvað olli skriðunni en lítið hefur rignt á svæðinu síðustu daga og engir jarðskjálftar hafa heldur riðið þar yfir nýlega.

Stjórnvöld í landinu hafa nú ákveðið að öllum tjaldsvæðum á stöðum sem gætu orðið fyrir aurskriðum skuli nú lokað í sjö daga hið minnsta. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×