Enski boltinn

Þrír miðjumenn orðaðir við Liverpool en fyrir svimháar upphæðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jude Bellingham, leikmaður Englands, steinhissa á ákvörðun dómara á HM í fótbolta í Katar.
Jude Bellingham, leikmaður Englands, steinhissa á ákvörðun dómara á HM í fótbolta í Katar. AP/Frank Augstein

Liverpool þarf að styrkja miðjuna hjá sér og það helst i gær. Þrír leikmenn sem spiluðu vel á HM í Katar eru orðaðir við enska úrvalsdeildarfélagið.

Það verður allt annað en ódýrt fyrir Liverpool að kaupa öfluga leikmenn inn á miðjuna. Þeir sem hafa helst verið orðaðir við liðið eru hinn nítján ára gamli Jude Bellingham og hinn 21 árs gamli Enzo Fernández.

Spænska blaðið Mundo Deportivo segir að Borussia Dortmund vilji fá 150 milljónir evra fyrir Bellingham og að Benfica selji Fernandez varla fyrir minna en 100 miljónir evra.

Báðir þessir ungu leikmann hafa hækkað verðmiða sinn svakalega með frábærri frammistöðu á heimsmeistaramótinu þar sem Fernandez mun spila úrslitaleik með Argentínu á sunnudaginn.

Þörfin er mikil inn á miðju Liverpool og þessir tveir eru sannarlega framtíðarmenn sem hafa þegar sannað sig á stóra sviðinu.

Þriðji miðjumaðurinn sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool er marokkíski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat. Blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio, sem sérhæfir sig í félagsskiptum leikmanna, segir að Amrabat og umboðsmaður hans hafi verið í sambandi við Liverpool.

Di Marzio segir líka að Portúgalinn Joao Félix, sem er orðaður við Arsenal og Manchester United, vilji helst komast itl franska liðsins Paris Saint-Germain.

Þá er því haldið fram að Manchester City hafi mikinn áhuga á að kaupa hinn 21 árs gamla Bukayo Saka frá Arsenal auk þess að reyna að stela Jude Bellingham fyrir framan nefið á Liverpool mönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×