„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2022 14:42 Bjarni Benediktsson gaf lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðuflokkanna þegar umræða um bandorm fjárlagafrumvarpsins fór fram á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var meðal þeirra fjölmörgu þingmanna stjórnarandstöðunnar sem gagnrýndu bandorminn þegar önnur umræða fór fram eftir hádegi í dag. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Í honum birtist afleit forgangsröðun í skattamálum, vond skattapólitík, þar sem farin er sú leið að varpa öllu aðhaldinu á tekjuhlið ríkisfjármála yfir á almenning, meðal annars í formi hækkunar á flötum krónutölugjöldum sem er fram úr öllu hófi,“ sagði Jóhann. Þetta tók Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata undir. Bentu þau bæði á að umsagnaraðilar höfðu lagst gegn miklum hækkunum á krónutölugjöldum en slíkt myndi ýta undir verðbólgu. „Að velta ábyrgðinni á verðbólguna svona yfir á almenning og sér í lagi tekjulægri hluta landsmanna er hvorki gáfulegt né sanngjarnt,“ sagði Þórhildur Sunna. Vísaði gagnrýni á bug og benti á sveitarfélögin Þau voru ekki ein um það að gagnrýna bandorminn en Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sagði til að mynda útgjaldaaukningu ríkissjóðs stjórnlausa, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins sagði engan skilning hjá ríkisstjórninni á erfiðri stöðu heimila, og Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði þá sem verst standa í samfélaginu taka á sig mestar byrðar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði og sagði ríkisstjórnina hafa haldið aftur hækkunum í mörg ár. Eftir að ákveðið var að hækka gjöldin í takt hafi borið á gagnrýni hjá fulltrúum minnihlutaflokkanna. „Sömu flokkar og byrjuðu árið á því að hækka mun meira heldur en ríkisstjórnin, eða um fjögur og hálft prósent og hækkuðu um fjögur og hálft prósent fyrsta september, eru alls staðar í sveitarstjórnum að hækka gjaldskrár sínar í takt við verðlag en koma svo inn á þing og segja það algjöra skömm,“ sagði Bjarni. „Það er auðvitað svo holur málflutningur sem fylgir þessu framferði að það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki,“ sagði hann enn fremur. Samfylkingin ætti sjálf að taka ábyrgð Jóhann Páll gaf lítið fyrir þessi rök og benti á að sveitarfélögun hefðu ekki þá tekjustofna sem ríkið búi yfir. „Það er hjákátlegt að hlusta á hæstvirtan fjármálaráðherra benda svo á þau og segja: sjáið þið bara, þau eru að hækka gjöld. Þess vegna skulum við gera það af sama krafti og jafnvel gefa enn frekar í. Þetta er versti mögulegir tíminn til að hækka flöt krónutölugjöld, sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimili landsins, upp í rjáfur,“ sagði Jóhann. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði stærsta ástæðuna fyrir hallanum á sveitarstjórnarstiginu væri vanfjármögnun ríkissjóðs undir stjórn fjármálaráðherra. Þá hefðu sveitarfélögin ekki umboð til skattlagninga líkt og ríkið. Ráðherrann nýtti þá tækifærið að hnýta í Samfylkinguna, sem er í meirihluta í Reykjavík. „Að tala fyrir því núna, þegar Seðlabankinn er tíu sinnum í röð búnir að hækka vexti og við erum að reka ríkissjóð með halla, að við eigum áfram að vera að beita skattalækkun í gegnum krónutölugjöld og skatta, það er bara mikið ósamræmi í þeim málflutningi. Samfylkingin á bara að taka ábyrgð á því að hún hækkar um verðlag annars staðar eins og við erum að tala um að gera hér,“ sagði Bjarni. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir engar blekkingar varðandi barnabætur Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti. 15. desember 2022 14:00 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 6. desember 2022 13:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var meðal þeirra fjölmörgu þingmanna stjórnarandstöðunnar sem gagnrýndu bandorminn þegar önnur umræða fór fram eftir hádegi í dag. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Í honum birtist afleit forgangsröðun í skattamálum, vond skattapólitík, þar sem farin er sú leið að varpa öllu aðhaldinu á tekjuhlið ríkisfjármála yfir á almenning, meðal annars í formi hækkunar á flötum krónutölugjöldum sem er fram úr öllu hófi,“ sagði Jóhann. Þetta tók Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata undir. Bentu þau bæði á að umsagnaraðilar höfðu lagst gegn miklum hækkunum á krónutölugjöldum en slíkt myndi ýta undir verðbólgu. „Að velta ábyrgðinni á verðbólguna svona yfir á almenning og sér í lagi tekjulægri hluta landsmanna er hvorki gáfulegt né sanngjarnt,“ sagði Þórhildur Sunna. Vísaði gagnrýni á bug og benti á sveitarfélögin Þau voru ekki ein um það að gagnrýna bandorminn en Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sagði til að mynda útgjaldaaukningu ríkissjóðs stjórnlausa, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins sagði engan skilning hjá ríkisstjórninni á erfiðri stöðu heimila, og Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði þá sem verst standa í samfélaginu taka á sig mestar byrðar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði og sagði ríkisstjórnina hafa haldið aftur hækkunum í mörg ár. Eftir að ákveðið var að hækka gjöldin í takt hafi borið á gagnrýni hjá fulltrúum minnihlutaflokkanna. „Sömu flokkar og byrjuðu árið á því að hækka mun meira heldur en ríkisstjórnin, eða um fjögur og hálft prósent og hækkuðu um fjögur og hálft prósent fyrsta september, eru alls staðar í sveitarstjórnum að hækka gjaldskrár sínar í takt við verðlag en koma svo inn á þing og segja það algjöra skömm,“ sagði Bjarni. „Það er auðvitað svo holur málflutningur sem fylgir þessu framferði að það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki,“ sagði hann enn fremur. Samfylkingin ætti sjálf að taka ábyrgð Jóhann Páll gaf lítið fyrir þessi rök og benti á að sveitarfélögun hefðu ekki þá tekjustofna sem ríkið búi yfir. „Það er hjákátlegt að hlusta á hæstvirtan fjármálaráðherra benda svo á þau og segja: sjáið þið bara, þau eru að hækka gjöld. Þess vegna skulum við gera það af sama krafti og jafnvel gefa enn frekar í. Þetta er versti mögulegir tíminn til að hækka flöt krónutölugjöld, sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimili landsins, upp í rjáfur,“ sagði Jóhann. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði stærsta ástæðuna fyrir hallanum á sveitarstjórnarstiginu væri vanfjármögnun ríkissjóðs undir stjórn fjármálaráðherra. Þá hefðu sveitarfélögin ekki umboð til skattlagninga líkt og ríkið. Ráðherrann nýtti þá tækifærið að hnýta í Samfylkinguna, sem er í meirihluta í Reykjavík. „Að tala fyrir því núna, þegar Seðlabankinn er tíu sinnum í röð búnir að hækka vexti og við erum að reka ríkissjóð með halla, að við eigum áfram að vera að beita skattalækkun í gegnum krónutölugjöld og skatta, það er bara mikið ósamræmi í þeim málflutningi. Samfylkingin á bara að taka ábyrgð á því að hún hækkar um verðlag annars staðar eins og við erum að tala um að gera hér,“ sagði Bjarni.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir engar blekkingar varðandi barnabætur Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti. 15. desember 2022 14:00 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 6. desember 2022 13:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir engar blekkingar varðandi barnabætur Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti. 15. desember 2022 14:00
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01
Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 6. desember 2022 13:30