Voru liðsfélagar í frönsku B-deildinni en mætast í undanúrslitum HM í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 16:00 Walid Regragui og Olivier Giroud æfðu saman til skamms tíma hjá Grenoble en Giroud þótti ekki nógu góður fyrir aðallið félagsins. Samsett/Getty Leiðin hefur lá hratt upp á við hjá Olivier Giroud, framherja franska landsliðsins, frá franska B-deildarliðinu Grenoble, hvar hann þótti ekki nógu góður fyrir aðalliðið árið 2007. Mótherji hans í undanúrslitum HM í kvöld var aftur á móti fastamaður. Giroud lék 23 deildarleiki fyrir Grenoble árin 2005 til 2007, en þá 21 árs gamall, var hann lánaður í þriðju deildina til Istres. Þar fann hann markaskóna og var í kjölfarið seldur frá Grenoble til Tours. Þar spilaði Giroud í tveir leiktíðir og skoraði 21 mark í frönsku B-deildinni sem heillaði forráðamenn Montpellier. Hann var hluti af liði Montpellier sem vann franska meistaratitilinn óvænt árið 2012 og var markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 21 mark. Hann komst þá í landsliðið og hefur síðan spilað 118 landsleiki og varð á laugardaginn var markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með sigurmarki sínu gegn Englandi, sem var hans 53. fyrir land og þjóð. Olivier Giroud was teammates with Morocco manager Walid Regragui. Both of them played for Grenoble in 2008. 14 years later, their paths will cross again in the semi-final of the World Cup! pic.twitter.com/ugNeXzIstO— EuroFoot (@eurofootcom) December 11, 2022 Í árdaga ferils hans, hjá Grenoble, þurfti Giroud að berjast við marokkóskan varnarmann á æfingum, Walid Regragui sem var á lokametrum heldur ómerkilegri leikmannaferils en þann sem Giroud hefur átt. Regragui þessi lék meðal annars með Toulouse og Dijon í Frakklandi en hans helsta afrek var að vinna frönsku B-deildina með Ajaccio árið 2002. Hann er í dag þjálfari marokkóska landsliðsins eftir að hafa tekið við í ágúst. Varnarleikurinn er hans aðalsmerki en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í átta leikjum undir hans stjórn, sjálfsmark Nayef Aguerd í 2-1 sigri á Kanada í riðlakeppni HM. Regragui gerði Marokkó að fyrsta Afríkulandinu til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti og getur orðið sá fyrsti til að stýra liði til úrslita. Það veltur líklega á varnarleiknum og áhugavert verður að sjá hvort hann, og marokkóska liðið, hafi leiðir til að stöðva fyrrum félaga hans, franska turninn Giroud. HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Giroud lék 23 deildarleiki fyrir Grenoble árin 2005 til 2007, en þá 21 árs gamall, var hann lánaður í þriðju deildina til Istres. Þar fann hann markaskóna og var í kjölfarið seldur frá Grenoble til Tours. Þar spilaði Giroud í tveir leiktíðir og skoraði 21 mark í frönsku B-deildinni sem heillaði forráðamenn Montpellier. Hann var hluti af liði Montpellier sem vann franska meistaratitilinn óvænt árið 2012 og var markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 21 mark. Hann komst þá í landsliðið og hefur síðan spilað 118 landsleiki og varð á laugardaginn var markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með sigurmarki sínu gegn Englandi, sem var hans 53. fyrir land og þjóð. Olivier Giroud was teammates with Morocco manager Walid Regragui. Both of them played for Grenoble in 2008. 14 years later, their paths will cross again in the semi-final of the World Cup! pic.twitter.com/ugNeXzIstO— EuroFoot (@eurofootcom) December 11, 2022 Í árdaga ferils hans, hjá Grenoble, þurfti Giroud að berjast við marokkóskan varnarmann á æfingum, Walid Regragui sem var á lokametrum heldur ómerkilegri leikmannaferils en þann sem Giroud hefur átt. Regragui þessi lék meðal annars með Toulouse og Dijon í Frakklandi en hans helsta afrek var að vinna frönsku B-deildina með Ajaccio árið 2002. Hann er í dag þjálfari marokkóska landsliðsins eftir að hafa tekið við í ágúst. Varnarleikurinn er hans aðalsmerki en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í átta leikjum undir hans stjórn, sjálfsmark Nayef Aguerd í 2-1 sigri á Kanada í riðlakeppni HM. Regragui gerði Marokkó að fyrsta Afríkulandinu til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti og getur orðið sá fyrsti til að stýra liði til úrslita. Það veltur líklega á varnarleiknum og áhugavert verður að sjá hvort hann, og marokkóska liðið, hafi leiðir til að stöðva fyrrum félaga hans, franska turninn Giroud.
HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn