Innlent

Manna­­nafna­­nefnd gefur grænt ljós á Aska­lín, Kappa og Jesúdóttur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mannanafnanefnd virðist ekki hafa hafnað neinum beiðnum í nýbirtum úrskurðum.
Mannanafnanefnd virðist ekki hafa hafnað neinum beiðnum í nýbirtum úrskurðum. Vísir/Vilhelm

Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey.

Nefndin kvað upp fjölmarga úrskurði hinn 30. nóvember en úrskurðirnir voru nýlega birtir á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Nefndin féllst einnig á föðurkenninguna Jesúdóttir og móðurkenninguna Júlíönudóttir og Júlíönuson. Beiðni um kynhlutlausa eiginnafnið Bjart var einnig samþykkt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×