„Þetta eru plástrar á svöðusár“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2022 15:21 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi Fólk með meðaltekjur eða minna ráði ekki við að greiða mánaðarlega hundrað og þrjátíu þúsund krónur aukalega í vaxtakostnað. „Þetta eru plástrar á svöðusár,“ segir Ásthildur sem segir aðgerðirnar ekki ráðast að vandanum. „Sem er náttúrulega fyrst og fremst þessi gríðarlegi hái húsnæðiskostnaður sem er að sliga einstaklinga og heimili og það er ekkert gert til að minnka hann til dæmis með því að koma böndum á vaxtahækkanir og óhóflegar hækkanir á leiguverði. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði vaxtabætur og húsnæðisbætur ýta undir hækkanir og eru fé frá ríkinu beint til fjármagnseigenda hvort sem er banka-eða leigusala.“ Ástandið mannanna verk Ásthildur segir að staðan á húsnæðismarkaði séu mannanna verk. „Það er hvorki lögmál né bundið í lög að Seðlabankinn þurfi að ráðast gegn verðbólgunni með meðulum sem eru miklu verri en verðbólgan sjálf. Gríðarlegar hækkanir á húsnæðiskostnaði eru helsti vandi heimila og fyrirtækja og það er algjörlega heimatilbúinn og manngerður vandi og ég hefði viljað sjá ríkisstjórnina tryggja heimilin fyrir ágangi bæði leigusala og banka með loforði um að enginn muni missa heimili sitt þrátt fyrir tímabundna greiðsluerfiðleika. Þetta er tímabundið ástað og ríkisstjórninni ber skylda til að verja heimilin.“ Vinnuhópur hjálpi ekki þeim sem verst standa Hún gefur lítið fyrir að verkalýðshreyfingunni sé boðið að vera með í starfshópi um stöðu leigjenda. „Hjálpin þarf að berast strax. Það að fara í einhvern vinnuhóp núna er ekki að fara að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda og ég vil bara minna á, sem formaður hagsmunasamtaka heimilanna, að við vöruðum við nákvæmlega þessu strax í mars 2020. Það eru næstum því þrjú ár síðan og allt sem við sögðum þá er núna komið fram. Af hverju hefur ríkisstjórnin bara flotið sofandi að feigðarósi og ætlar núna að fara að skoða málin? Það er bara of seint eða það er allavega gríðarlega seint í rassinn gripið þó allt sé betra en ekkert.“ Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Fólk með meðaltekjur eða minna ráði ekki við að greiða mánaðarlega hundrað og þrjátíu þúsund krónur aukalega í vaxtakostnað. „Þetta eru plástrar á svöðusár,“ segir Ásthildur sem segir aðgerðirnar ekki ráðast að vandanum. „Sem er náttúrulega fyrst og fremst þessi gríðarlegi hái húsnæðiskostnaður sem er að sliga einstaklinga og heimili og það er ekkert gert til að minnka hann til dæmis með því að koma böndum á vaxtahækkanir og óhóflegar hækkanir á leiguverði. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði vaxtabætur og húsnæðisbætur ýta undir hækkanir og eru fé frá ríkinu beint til fjármagnseigenda hvort sem er banka-eða leigusala.“ Ástandið mannanna verk Ásthildur segir að staðan á húsnæðismarkaði séu mannanna verk. „Það er hvorki lögmál né bundið í lög að Seðlabankinn þurfi að ráðast gegn verðbólgunni með meðulum sem eru miklu verri en verðbólgan sjálf. Gríðarlegar hækkanir á húsnæðiskostnaði eru helsti vandi heimila og fyrirtækja og það er algjörlega heimatilbúinn og manngerður vandi og ég hefði viljað sjá ríkisstjórnina tryggja heimilin fyrir ágangi bæði leigusala og banka með loforði um að enginn muni missa heimili sitt þrátt fyrir tímabundna greiðsluerfiðleika. Þetta er tímabundið ástað og ríkisstjórninni ber skylda til að verja heimilin.“ Vinnuhópur hjálpi ekki þeim sem verst standa Hún gefur lítið fyrir að verkalýðshreyfingunni sé boðið að vera með í starfshópi um stöðu leigjenda. „Hjálpin þarf að berast strax. Það að fara í einhvern vinnuhóp núna er ekki að fara að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda og ég vil bara minna á, sem formaður hagsmunasamtaka heimilanna, að við vöruðum við nákvæmlega þessu strax í mars 2020. Það eru næstum því þrjú ár síðan og allt sem við sögðum þá er núna komið fram. Af hverju hefur ríkisstjórnin bara flotið sofandi að feigðarósi og ætlar núna að fara að skoða málin? Það er bara of seint eða það er allavega gríðarlega seint í rassinn gripið þó allt sé betra en ekkert.“
Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?