Leikmaður í Íran á yfir höfði sér dauðarefsingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 07:32 Knattspyrnumaðurinn Amir Nasr-Azadani er í mjög slæmri stöðu í heimalandi sínu. Twitter/@FIFPRO Íranski knattspyrnumaðurinn Amir Nasr-Azadani er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum í Íran þar sem hann og landar hans hafa barist fyrir réttindum kvenna í landinu. Alþjóðasamband atvinnuknattspyrnumanna, FIFPRO, vakti athygli á stöðu leikmannsins og kallaði eftir því að leikmaðurinn verði látinn laus. „FIFPRO er í áfalli og misboðið yfir fréttum af því að atvinnuknattspyrnumaðurinn standi frammi fyrir dauðarefsingu í Íran eftir að hafa barist fyrir réttindum kvenna og almenni frelsi í landinu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna á samfélagsmiðlum. FIFPRO is shocked and sickened by reports that professional footballer Amir Nasr-Azadani faces execution in Iran after campaigning for women s rights and basic freedom in his country. We stand in solidarity with Amir and call for the immediate removal of his punishment. pic.twitter.com/vPuylCS2ph— FIFPRO (@FIFPRO) December 12, 2022 „Við stöndum sameinuð með Amir og köllum eftir tafarlausri brottnámi refsingarinnar.“ Þúsundir manna hafa mótmælt núverandi stjórnarfari í Íran svo vikum skipti eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Þingheimur hefur hvatt dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. Írönsk stjórnvöld vilja að þeir verði kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Stop the executions of innocent Iranians protesting for basic freedoms & women's rights.A former footballer is among those being executed.'Nasr-Azadani s family have been repeatedly "threatened" by the Islamic Republic s security forces #MahsaAmini https://t.co/LVQx7wVznj— Craig Foster (@Craig_Foster) December 12, 2022 Nasr-Azadani er 26 ára gamall varnarmaður sem hefur spilað með írönsku félögunum Rah-Ahan, Tractor og Gol-e Rayhan á sínum ferli. Samkvæmt frétt IranWire þá kom Nasr-Azadani ásamt tveimur öðrum fram í írönsku sjónvarpi þar sem þeir voru látnir lesa þvingaða játningu. Búist er við því að íranska dómskerfið dæmi Nasr-Azadani til dauða með hengingu en hann er ásakaður fyrir að bera ábyrgð á dauða ofurstans Esmaeil Cheraghi og tveggja meðlima í Basij hernum. Mótmælaalda í Íran Íran Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
Alþjóðasamband atvinnuknattspyrnumanna, FIFPRO, vakti athygli á stöðu leikmannsins og kallaði eftir því að leikmaðurinn verði látinn laus. „FIFPRO er í áfalli og misboðið yfir fréttum af því að atvinnuknattspyrnumaðurinn standi frammi fyrir dauðarefsingu í Íran eftir að hafa barist fyrir réttindum kvenna og almenni frelsi í landinu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna á samfélagsmiðlum. FIFPRO is shocked and sickened by reports that professional footballer Amir Nasr-Azadani faces execution in Iran after campaigning for women s rights and basic freedom in his country. We stand in solidarity with Amir and call for the immediate removal of his punishment. pic.twitter.com/vPuylCS2ph— FIFPRO (@FIFPRO) December 12, 2022 „Við stöndum sameinuð með Amir og köllum eftir tafarlausri brottnámi refsingarinnar.“ Þúsundir manna hafa mótmælt núverandi stjórnarfari í Íran svo vikum skipti eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Þingheimur hefur hvatt dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. Írönsk stjórnvöld vilja að þeir verði kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Stop the executions of innocent Iranians protesting for basic freedoms & women's rights.A former footballer is among those being executed.'Nasr-Azadani s family have been repeatedly "threatened" by the Islamic Republic s security forces #MahsaAmini https://t.co/LVQx7wVznj— Craig Foster (@Craig_Foster) December 12, 2022 Nasr-Azadani er 26 ára gamall varnarmaður sem hefur spilað með írönsku félögunum Rah-Ahan, Tractor og Gol-e Rayhan á sínum ferli. Samkvæmt frétt IranWire þá kom Nasr-Azadani ásamt tveimur öðrum fram í írönsku sjónvarpi þar sem þeir voru látnir lesa þvingaða játningu. Búist er við því að íranska dómskerfið dæmi Nasr-Azadani til dauða með hengingu en hann er ásakaður fyrir að bera ábyrgð á dauða ofurstans Esmaeil Cheraghi og tveggja meðlima í Basij hernum.
Mótmælaalda í Íran Íran Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira