Frá Reykjavík til Rabat: Hvernig Víkingaklappið endaði á HM í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2022 23:00 Marokkó fagnar sæti í undanúrslitum. Alex Grimm/Getty Images Þó Ísland hafi ekki verið meðal þeirra þjóða sem komust á heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fer í Katar þá komst einkennismerki Tólfunnar, stuðningsmannasveitar Íslands, þangað. Stuðningsfólk Marokkó, sem komið er alla leið í undanúrslit, hefur nefnilega verið duglegt að taka Víkingaklappið í Katar. Áhorfendur Marokkó hafa heldur betur sett lit sinn á mótið og virðist vera ein fárra þjóða sem hefur náð – að mestu – að fylla leikvangana í Katar á leikdegi. Frakkland bíður í undaúrslitum á miðvikudag og eðlilega er gríðarlegur áhugi á leiknum heima fyrir. Svo mikill að fólk flýgur nú í óðaönn til Katar til að sjá hetjurnar sínar. Ástæðan fyrir góðu gengi innan vallar má að vissu leyti rekja til stuðningsins úr stúkunni. Þaðan hafa borist hljóð sem flest allt stuðningsfólk Íslands hefur heyrt oftar en það hefur tölu á undanfarin ár. Fyrst kemur algjör þögn, svo er barið á trommu og svo klappa mörg þúsund manns saman höndum. Aðeins einu sinni þó. Svo aftur, og aftur og aftur. Víkingaklappið. Heyra mátti hið fræga Víkingaklapp er Marokkó hélt út gegn Portúgal í 8-liða úrslitum og tryggði sér sæti í undanúrslitum. This is the type of CLAP you'll get when you get your first round of 16 qualification after 36 years.Moroccan fans are having their best day here (Morocco, Africa) (@ShamoonHafaez)#CANMAR pic.twitter.com/1x86zUzWR3— Statman Diligent Ali (@alidiligent39) December 1, 2022 Á vef Al Jazeera er farið yfir sögu Víkingaklappsins og hvernig það fór frá Reykjavík til Rabat, höfuðborgar Marokkó. Þar kemur fram að það hafi fyrst heyrst um alla Evrópu sumarið 2016 þegar íslenska landsliðið fór alla leið í 8-liða úrslit á EM. „Stór hluti áhorfenda varð eftir til að taka Víkingaklappið með leikmönnum að leik loknum,“ segir í grein Al Jazeera. Þar kemur einnig fram að erfitt sé að finna uppruna „Víkingaklappsins“ en það hafi áður sést, og heyrst, hjá stuðningsfólki franska liðsins Lens og skoska liðsins Motherwell áður en Ísland mætti vopnað Víkingaklappinu á EM. Síðan þá hefur klappið lifað góðu lífi og ávallt kallað „Víkingaklappið.“ Nú má til að mynda heyra það á leikjum Kerala Blasters í Indlandi og Persopolis FC í Íran. If you want to understand the importance of the 12th man, look no further than Moroccan fans at this World Cup. Their support is immense.They have come in thousands to the stadiums. Many live in Qatar while others flew in from Morocco and across the world. Dima Maghrib. pic.twitter.com/Wqym9qcDR4— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) December 7, 2022 Líkja má árangri Marokkó á HM nú og árangri Íslands á EM í Frakklandi. Ísland féll úr leik eftir tap gegn Frakklandi, þjóðinni sem Marokkó mætir í undanúrslitum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Víkingaklappið geti hjálpað Marokkó að koma á óvart í enn eitt skiptið. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Áhorfendur Marokkó hafa heldur betur sett lit sinn á mótið og virðist vera ein fárra þjóða sem hefur náð – að mestu – að fylla leikvangana í Katar á leikdegi. Frakkland bíður í undaúrslitum á miðvikudag og eðlilega er gríðarlegur áhugi á leiknum heima fyrir. Svo mikill að fólk flýgur nú í óðaönn til Katar til að sjá hetjurnar sínar. Ástæðan fyrir góðu gengi innan vallar má að vissu leyti rekja til stuðningsins úr stúkunni. Þaðan hafa borist hljóð sem flest allt stuðningsfólk Íslands hefur heyrt oftar en það hefur tölu á undanfarin ár. Fyrst kemur algjör þögn, svo er barið á trommu og svo klappa mörg þúsund manns saman höndum. Aðeins einu sinni þó. Svo aftur, og aftur og aftur. Víkingaklappið. Heyra mátti hið fræga Víkingaklapp er Marokkó hélt út gegn Portúgal í 8-liða úrslitum og tryggði sér sæti í undanúrslitum. This is the type of CLAP you'll get when you get your first round of 16 qualification after 36 years.Moroccan fans are having their best day here (Morocco, Africa) (@ShamoonHafaez)#CANMAR pic.twitter.com/1x86zUzWR3— Statman Diligent Ali (@alidiligent39) December 1, 2022 Á vef Al Jazeera er farið yfir sögu Víkingaklappsins og hvernig það fór frá Reykjavík til Rabat, höfuðborgar Marokkó. Þar kemur fram að það hafi fyrst heyrst um alla Evrópu sumarið 2016 þegar íslenska landsliðið fór alla leið í 8-liða úrslit á EM. „Stór hluti áhorfenda varð eftir til að taka Víkingaklappið með leikmönnum að leik loknum,“ segir í grein Al Jazeera. Þar kemur einnig fram að erfitt sé að finna uppruna „Víkingaklappsins“ en það hafi áður sést, og heyrst, hjá stuðningsfólki franska liðsins Lens og skoska liðsins Motherwell áður en Ísland mætti vopnað Víkingaklappinu á EM. Síðan þá hefur klappið lifað góðu lífi og ávallt kallað „Víkingaklappið.“ Nú má til að mynda heyra það á leikjum Kerala Blasters í Indlandi og Persopolis FC í Íran. If you want to understand the importance of the 12th man, look no further than Moroccan fans at this World Cup. Their support is immense.They have come in thousands to the stadiums. Many live in Qatar while others flew in from Morocco and across the world. Dima Maghrib. pic.twitter.com/Wqym9qcDR4— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) December 7, 2022 Líkja má árangri Marokkó á HM nú og árangri Íslands á EM í Frakklandi. Ísland féll úr leik eftir tap gegn Frakklandi, þjóðinni sem Marokkó mætir í undanúrslitum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Víkingaklappið geti hjálpað Marokkó að koma á óvart í enn eitt skiptið.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira