Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands segir að Pickford hafi átt að gera betur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2022 20:30 Jordan Pickford var lengi að bregðast við skoti Aurélien Tchouaméni. Jabin Botsford/Getty Images Markvörðurinn fyrrverandi Ben Foster segir að Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, hafi verið of lengi að bregðast við skoti Aurélien Tchouaméni í 2-1 sigri Frakklands á Englandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta. Hinn 39 ára gamli Foster lék átta A-landsleiki fyrir England á sínum tíma ásamt því að leika fyrir Watford, Manchester United, West Bromwich Albion, Birmingham City og fleiri lið. Hann er virkur á samfélagsmiðlum og tjáði sig á TikTok um mark Tchouameni. Hann telur að Pickford hafi einfaldlega átt að gera betur og að flestir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hefðu varið þetta skot. @benfcyclinggk My take on whether Pickford should have stopped Tchouameni s goal #Football #WorldCup #Pickford #Tchouameni #England #ThreeLions #goalkeeper #BenFoster original sound - Ben Foster The Cycling GK „Þetta var rúmlega 22-23 metra frá marki. [Jude] Bellingham er alveg upp við Tchouaméni þegar hann skýtur en skotið fer gegnum klofið á honum. Það á ekki að trufla Pickford, rétt? Það sem ég held að hafi gerst er að hann hafi verið aðeins of seinn að bregðast við, fótavinnan var of hæg. Ég held ekki að hann hafi vanmetið flugið á boltanum.“ „Ég held að flestir markverðir í ensku úrvalsdeildinni hefðu varið þetta. Ég trúi því virkilega, flestir markverðir deildarinnar verji þetta skot. Punktur.“ „Skotið var engin negla og var ekki einu sinni alveg út við stöng. Ég held að ef þú sýnir Pickford þetta mark aftur þá viðurkenni hann að hann hefði átt að gera betur.“ Skotið var ekki alveg út við stöng.Salih Zeki Fazlioglu/Getty Images Hinn 22 ára gamli Tchouaméni skoraði fyrra mark Frakklands á 17. mínútu og Oliver Giroud kom Frakklandi 2-1 yfir á 78. mínútu eftir að Harry Kane jafnaði metin úr vítaspyrnu. Kane fékk svo annað tækifæri til að jafna metin, aftur af vítapunktinum en spyrna hans fór yfir. England er því úr leik á meðan Frakkland er komið í undanúrslit og mætir þar Marokkó. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Englendingar æfir út í dómgæsluna Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. 10. desember 2022 23:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Foster lék átta A-landsleiki fyrir England á sínum tíma ásamt því að leika fyrir Watford, Manchester United, West Bromwich Albion, Birmingham City og fleiri lið. Hann er virkur á samfélagsmiðlum og tjáði sig á TikTok um mark Tchouameni. Hann telur að Pickford hafi einfaldlega átt að gera betur og að flestir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hefðu varið þetta skot. @benfcyclinggk My take on whether Pickford should have stopped Tchouameni s goal #Football #WorldCup #Pickford #Tchouameni #England #ThreeLions #goalkeeper #BenFoster original sound - Ben Foster The Cycling GK „Þetta var rúmlega 22-23 metra frá marki. [Jude] Bellingham er alveg upp við Tchouaméni þegar hann skýtur en skotið fer gegnum klofið á honum. Það á ekki að trufla Pickford, rétt? Það sem ég held að hafi gerst er að hann hafi verið aðeins of seinn að bregðast við, fótavinnan var of hæg. Ég held ekki að hann hafi vanmetið flugið á boltanum.“ „Ég held að flestir markverðir í ensku úrvalsdeildinni hefðu varið þetta. Ég trúi því virkilega, flestir markverðir deildarinnar verji þetta skot. Punktur.“ „Skotið var engin negla og var ekki einu sinni alveg út við stöng. Ég held að ef þú sýnir Pickford þetta mark aftur þá viðurkenni hann að hann hefði átt að gera betur.“ Skotið var ekki alveg út við stöng.Salih Zeki Fazlioglu/Getty Images Hinn 22 ára gamli Tchouaméni skoraði fyrra mark Frakklands á 17. mínútu og Oliver Giroud kom Frakklandi 2-1 yfir á 78. mínútu eftir að Harry Kane jafnaði metin úr vítaspyrnu. Kane fékk svo annað tækifæri til að jafna metin, aftur af vítapunktinum en spyrna hans fór yfir. England er því úr leik á meðan Frakkland er komið í undanúrslit og mætir þar Marokkó.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Englendingar æfir út í dómgæsluna Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. 10. desember 2022 23:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira
Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00
Englendingar æfir út í dómgæsluna Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. 10. desember 2022 23:00