Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands segir að Pickford hafi átt að gera betur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2022 20:30 Jordan Pickford var lengi að bregðast við skoti Aurélien Tchouaméni. Jabin Botsford/Getty Images Markvörðurinn fyrrverandi Ben Foster segir að Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, hafi verið of lengi að bregðast við skoti Aurélien Tchouaméni í 2-1 sigri Frakklands á Englandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta. Hinn 39 ára gamli Foster lék átta A-landsleiki fyrir England á sínum tíma ásamt því að leika fyrir Watford, Manchester United, West Bromwich Albion, Birmingham City og fleiri lið. Hann er virkur á samfélagsmiðlum og tjáði sig á TikTok um mark Tchouameni. Hann telur að Pickford hafi einfaldlega átt að gera betur og að flestir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hefðu varið þetta skot. @benfcyclinggk My take on whether Pickford should have stopped Tchouameni s goal #Football #WorldCup #Pickford #Tchouameni #England #ThreeLions #goalkeeper #BenFoster original sound - Ben Foster The Cycling GK „Þetta var rúmlega 22-23 metra frá marki. [Jude] Bellingham er alveg upp við Tchouaméni þegar hann skýtur en skotið fer gegnum klofið á honum. Það á ekki að trufla Pickford, rétt? Það sem ég held að hafi gerst er að hann hafi verið aðeins of seinn að bregðast við, fótavinnan var of hæg. Ég held ekki að hann hafi vanmetið flugið á boltanum.“ „Ég held að flestir markverðir í ensku úrvalsdeildinni hefðu varið þetta. Ég trúi því virkilega, flestir markverðir deildarinnar verji þetta skot. Punktur.“ „Skotið var engin negla og var ekki einu sinni alveg út við stöng. Ég held að ef þú sýnir Pickford þetta mark aftur þá viðurkenni hann að hann hefði átt að gera betur.“ Skotið var ekki alveg út við stöng.Salih Zeki Fazlioglu/Getty Images Hinn 22 ára gamli Tchouaméni skoraði fyrra mark Frakklands á 17. mínútu og Oliver Giroud kom Frakklandi 2-1 yfir á 78. mínútu eftir að Harry Kane jafnaði metin úr vítaspyrnu. Kane fékk svo annað tækifæri til að jafna metin, aftur af vítapunktinum en spyrna hans fór yfir. England er því úr leik á meðan Frakkland er komið í undanúrslit og mætir þar Marokkó. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Englendingar æfir út í dómgæsluna Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. 10. desember 2022 23:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Foster lék átta A-landsleiki fyrir England á sínum tíma ásamt því að leika fyrir Watford, Manchester United, West Bromwich Albion, Birmingham City og fleiri lið. Hann er virkur á samfélagsmiðlum og tjáði sig á TikTok um mark Tchouameni. Hann telur að Pickford hafi einfaldlega átt að gera betur og að flestir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hefðu varið þetta skot. @benfcyclinggk My take on whether Pickford should have stopped Tchouameni s goal #Football #WorldCup #Pickford #Tchouameni #England #ThreeLions #goalkeeper #BenFoster original sound - Ben Foster The Cycling GK „Þetta var rúmlega 22-23 metra frá marki. [Jude] Bellingham er alveg upp við Tchouaméni þegar hann skýtur en skotið fer gegnum klofið á honum. Það á ekki að trufla Pickford, rétt? Það sem ég held að hafi gerst er að hann hafi verið aðeins of seinn að bregðast við, fótavinnan var of hæg. Ég held ekki að hann hafi vanmetið flugið á boltanum.“ „Ég held að flestir markverðir í ensku úrvalsdeildinni hefðu varið þetta. Ég trúi því virkilega, flestir markverðir deildarinnar verji þetta skot. Punktur.“ „Skotið var engin negla og var ekki einu sinni alveg út við stöng. Ég held að ef þú sýnir Pickford þetta mark aftur þá viðurkenni hann að hann hefði átt að gera betur.“ Skotið var ekki alveg út við stöng.Salih Zeki Fazlioglu/Getty Images Hinn 22 ára gamli Tchouaméni skoraði fyrra mark Frakklands á 17. mínútu og Oliver Giroud kom Frakklandi 2-1 yfir á 78. mínútu eftir að Harry Kane jafnaði metin úr vítaspyrnu. Kane fékk svo annað tækifæri til að jafna metin, aftur af vítapunktinum en spyrna hans fór yfir. England er því úr leik á meðan Frakkland er komið í undanúrslit og mætir þar Marokkó.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Englendingar æfir út í dómgæsluna Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. 10. desember 2022 23:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00
Englendingar æfir út í dómgæsluna Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. 10. desember 2022 23:00