Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Jakob Bjarnar og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 12. desember 2022 11:26 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari varpar nú öndinni léttar en eftir stranga samningslotu hefur samningsaðilum nú tekist að ná saman. vísir/vilhelm Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54
Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59