Fótbolti

Spila með nýjan bolta í undanúrslitunum og úrslitaleiknum á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Al Hilm boltinn sést hér á æfingu Króata fyrir undanúrslitaleikinn á móti Argentínu.
Al Hilm boltinn sést hér á æfingu Króata fyrir undanúrslitaleikinn á móti Argentínu. Getty/Mohamed Farag

Fjögur lið eiga enn möguleika á að vinna heimsmeistaratitilinn í fótbolta í ár en þau þurfa að venjast „nýjum“ bolta fyrir undanúrslitin.

Vanalega er einn bolti á heimsmeistaramótinu í fótbolta en nú er nýr bolti kynntur til leiks fyrir síðustu fjóra leiki keppninnar.

Hingað til hafa leikmenn á HM spilað með Al Rihla boltann en nafn hans er „Ferðalag“ á arabísku.

Nú verður Al Hilm boltinn tekinn í notkun en nafnið hans þýðir „Draumur“ á arabísku.

Boltinn verður áfram með örflögurnar í sér sem hjálpa til við mælingar og dómgæslu vegna nákvæmar staðsetningar hans. Þetta hefur meðal annars hjálpað til við hálfsjálfvirka rangstöðudóma á mótinu.

Al Hilm boltinn er hannaður með umhverfið í huga og er þetta fyrsti boltinn í sögu undanúrslita og úrslita HM þar sem notuð er vatnslím og vatnslitir við framleiðsluna.

Gullliturinn er áberandi á boltanum og hönnun hans vísar í eyðimörkina í Katar, litinn á HM-bikarnum og mynstrið í fána Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×