Englendingar æfir út í dómgæsluna Atli Arason skrifar 10. desember 2022 23:00 Jude Bellingham, leikmaður Englands, steinhissa á Wilton Sampaio, dómara leiksins. AP Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. „Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00