Englendingar æfir út í dómgæsluna Atli Arason skrifar 10. desember 2022 23:00 Jude Bellingham, leikmaður Englands, steinhissa á Wilton Sampaio, dómara leiksins. AP Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. „Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
„Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00