Englendingar æfir út í dómgæsluna Atli Arason skrifar 10. desember 2022 23:00 Jude Bellingham, leikmaður Englands, steinhissa á Wilton Sampaio, dómara leiksins. AP Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. „Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
„Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00