Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. desember 2022 19:35 Landsréttur staðfesti fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. Maðurinn var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í hálft ár vegna málsins en ákæruvaldið fór fram á að refsing mannsins yrði þyngd í Landsrétti og að hann yrði sviptur ökuréttindum til lengri tíma. Atvikið sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað í ágúst 2019 við Glerárgötu á Akureyri. Hann hafi misst stjórn á bílnum, ekið upp á umferðareyju og aftur út á götuna í veg fyrir annan bíl. Þaðan hafi bíll mannsins hafnað uppi á gangstétt og á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Hjólreiðamaðurinn kastaðist þá upp í loft og flaug nokkra metra út í limgerði og hundur hans drapst. Gangandi vegfarandinn hlaut heilahristing við áreksturinn á meðan hjólreiðamaðurinn hlaut meðal annars herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot, mörg rifbrot og rof á þvagblöðru. Við meðferð málsins í héraðsdómi var spiluð hljóð- og myndbandsupptaka af slysinu auk þess sem upptökur af skýrslum sjö vitna voru spilaðar. Þá var jafnframt spiluð upptaka úr búkmyndavél lögreglu þar sem rætt var við vitni á vettvangi og upptaka úr öryggismyndavélum. Sýknaður að hluta Í dómi héraðsdóms hafði því verið haldið fram að maðurinn væri óhæfur til að stjórna bíl sínum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og án nægilegrar aðgæslu auk þess sem hann var á allt að 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund. Bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknuðu þó manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja. Maðurinn hafi raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað í háska lífi og heilsu gangandi vegfarandans, hjólreiðamannsins og þriggja farþega í bílnum sem hann ók í veg fyrir. Landsréttur sagði þó ekki hægt að slá því á föstu að maðurinn hafi með akstri sínum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í hættu svo almannahætta hafi stafað af. Var hann því sýknaður af ákæru í þeim lið. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 846.750 krónur, þar með talin 790.500 krónur í málsvarnarlaun verjanda síns. Hann hafði áður þurft að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns í héraði, 1.078.985 krónur, og 217.166 krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Akureyri Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Maðurinn var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í hálft ár vegna málsins en ákæruvaldið fór fram á að refsing mannsins yrði þyngd í Landsrétti og að hann yrði sviptur ökuréttindum til lengri tíma. Atvikið sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað í ágúst 2019 við Glerárgötu á Akureyri. Hann hafi misst stjórn á bílnum, ekið upp á umferðareyju og aftur út á götuna í veg fyrir annan bíl. Þaðan hafi bíll mannsins hafnað uppi á gangstétt og á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Hjólreiðamaðurinn kastaðist þá upp í loft og flaug nokkra metra út í limgerði og hundur hans drapst. Gangandi vegfarandinn hlaut heilahristing við áreksturinn á meðan hjólreiðamaðurinn hlaut meðal annars herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot, mörg rifbrot og rof á þvagblöðru. Við meðferð málsins í héraðsdómi var spiluð hljóð- og myndbandsupptaka af slysinu auk þess sem upptökur af skýrslum sjö vitna voru spilaðar. Þá var jafnframt spiluð upptaka úr búkmyndavél lögreglu þar sem rætt var við vitni á vettvangi og upptaka úr öryggismyndavélum. Sýknaður að hluta Í dómi héraðsdóms hafði því verið haldið fram að maðurinn væri óhæfur til að stjórna bíl sínum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og án nægilegrar aðgæslu auk þess sem hann var á allt að 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund. Bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknuðu þó manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja. Maðurinn hafi raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað í háska lífi og heilsu gangandi vegfarandans, hjólreiðamannsins og þriggja farþega í bílnum sem hann ók í veg fyrir. Landsréttur sagði þó ekki hægt að slá því á föstu að maðurinn hafi með akstri sínum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í hættu svo almannahætta hafi stafað af. Var hann því sýknaður af ákæru í þeim lið. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 846.750 krónur, þar með talin 790.500 krónur í málsvarnarlaun verjanda síns. Hann hafði áður þurft að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns í héraði, 1.078.985 krónur, og 217.166 krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Akureyri Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21