Kaká um Ronaldo: „Heima er hann bara einhver feitur gaur á röltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 09:30 Ronaldo (t.h.) ásamt Ednaldo Rodrigues, forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Jean Catuffe/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Kaká, sem var hluti af brasilíska landsliðinu sem vann HM 2002, segir fótboltamenn gjarnan ekki fá þá virðingu sem þeir eiga skilið í heimalandinu. Það eigi sérstaklega við um Neymar, leikmann landsliðsins, sem hljóti óvægna gagnrýni. „Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Sjá meira
„Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Sjá meira