Faðir tók morðingja sonar síns af lífi í opinberri aftöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2022 08:06 Sjaríalög voru aftur tekin upp í Afganistan fyrir nokkrum vikum. Rúmt ár er liðið frá því að Bandaríkjamenn og annað herlið erlendra ríkja yfirgáfu landið. epa Talsmaður Talíbana í Afganistan segir föður fórnarlambs morðingja, hafa tekið morðingjann af lífi í opinberri aftöku á íþróttaleikvangi. Fjöldi áhorfenda var viðstaddur, þeirra á meðal leiðtogar Talíbana. Um er að ræða fyrstu aftökuna sem fer fram opinberlega eftir að sjaríalög voru innleidd á ný. Dómurum er nú frjálst, og jafnvel skylt, að dæma menn til refsinga á borð við opinberar aftökur, limlestingar og grýtingar. Samkvæmt talsmanninum, Zabihullah Mujahid, þá voru nokkrir hæstaréttardómarar viðstaddir aftökuna, yfirmenn hernaðarmála og háttsettir ráðherrar. Þeirra á meðal voru dóms- og utanríkisráðherrar ríkisstjórnar Talíbana. Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Tajmir en hann hafði verið fundinn sekur um að hafa banað manni að nafni Mustafa fyrir fimm árum. Það var faðir Mustafa, Ghulam Sawar, sem framkvæmdi aftökuna á Tajmir með byssukúlu. Móðir Mustafa sagði í samtali við BBC að leiðtogar Talíbana hefðu farið þess á leit við hana að hún fyrirgæfi Tajmir en hún hefði krafist þess að hann yrði tekinn af lífi. Fólk ætti að láta sér aftöku hans að kenningu verða. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa djúpar áhyggjur af fregnunum og hefur kallað eftir því að aftökur í Afganistan verði stöðvaðar. Afganistan Dauðarefsingar Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Erlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Sjá meira
Um er að ræða fyrstu aftökuna sem fer fram opinberlega eftir að sjaríalög voru innleidd á ný. Dómurum er nú frjálst, og jafnvel skylt, að dæma menn til refsinga á borð við opinberar aftökur, limlestingar og grýtingar. Samkvæmt talsmanninum, Zabihullah Mujahid, þá voru nokkrir hæstaréttardómarar viðstaddir aftökuna, yfirmenn hernaðarmála og háttsettir ráðherrar. Þeirra á meðal voru dóms- og utanríkisráðherrar ríkisstjórnar Talíbana. Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Tajmir en hann hafði verið fundinn sekur um að hafa banað manni að nafni Mustafa fyrir fimm árum. Það var faðir Mustafa, Ghulam Sawar, sem framkvæmdi aftökuna á Tajmir með byssukúlu. Móðir Mustafa sagði í samtali við BBC að leiðtogar Talíbana hefðu farið þess á leit við hana að hún fyrirgæfi Tajmir en hún hefði krafist þess að hann yrði tekinn af lífi. Fólk ætti að láta sér aftöku hans að kenningu verða. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa djúpar áhyggjur af fregnunum og hefur kallað eftir því að aftökur í Afganistan verði stöðvaðar.
Afganistan Dauðarefsingar Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Erlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Sjá meira