FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 07:30 Verkamenn í Katar hafa unnið við misgóðar aðstæður en skiptar skoðanir eru á fjölda andláta við uppbyggingu tengda mótinu. Francois Nel/Getty Images Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar. Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur. HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti