FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 07:30 Verkamenn í Katar hafa unnið við misgóðar aðstæður en skiptar skoðanir eru á fjölda andláta við uppbyggingu tengda mótinu. Francois Nel/Getty Images Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar. Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur. HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira