Erlent

Fyrr­verandi for­seti Thera­nos dæmdur til fangelsis­vistar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Balwani hlaut lengri fangelsisdóm en stofnandi Theranos, Elizabeth Holmes.
Balwani hlaut lengri fangelsisdóm en stofnandi Theranos, Elizabeth Holmes. Getty/David Odisho

Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar.

New York Times greina frá.

Balwani var sakfelldur fyrir að blekkja fjárfesta fyrirtækisins sem og skjólstæðinga en fyrirtækið hélt því fram að það gæti framkvæmt allskyns rannsóknir hvað varðaði heilsu fólks með nokkrum blóðdropum. Þessar litlu blóðprufur áttu einnig að vera ódýrari í framkvæmd en þær hefðbundnu og átti fólk að geta komist að því hvort það væri með sjúkdóma eins og til dæmis krabbamein.

Allt kom þó fyrir ekki og er í dag talið að fyrirtækið hafi aldrei komist nálægt því að þróa þá tækni sem það lofaði.

Fangelsisdómur Balwani kemur tæpum mánuði eftir að Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos var dæmd til ellefu ára fangelsisvistar fyrir að hafa svikið fé úr fjárfestum. Var Holmes sögð hafa logið vísvitandi um tæknina. Holmes var þó sýknuð af því að hafa blekkt almenning. Búist er við því að Holmes geri tilraun til þess að áfrýja bráðlega.

Samkvæmt New York Times sagði saksóknari í máli Balwani hann eiga að hljóta lengri fangelsisdóm. Hann hafi stefnt lífum sjúklinga í hættu þar sem hann hafði umsjón með rannsóknarstofu fyrirtækisins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.