Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2022 08:35 Seðlabanki Íslands. Stöð 2/Sigurjón „Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“ Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands sem birt var rétt í þessu. Þar segir að aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hafi versnað fyrir innlend fjármálafyrirtæki. Þá hafi vaxandi innlend eftirspurn leitt til aukins viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hafi því vaxið. Fjármálastöðugleikanefnd segir viðnámsþrótt kerfislega mikilvægu bankana mikinn. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé sterk. Bankarnir hafi getu til að bregðast við ytri áföllum og styðja við heimili og fyrirtæki. „Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði á síðustu mánuðum samhliða því sem framboð á eignum til sölu hefur aukist og sölutími fasteigna lengst. Beiting lánþegaskilyrða hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum og stuðlað að hærra hlutfalli eiginfjár. Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar staðfesti nefndin kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin hefur ákveðið að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2 prósentum á öllum áhættuskuldbindingum. Í ársfjórðungslegu endurmati ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2 prósentum. „Nefndin ræddi mikilvægi þess að auka hagkvæmni og öryggi í innlendri rafrænni greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu. Skref hafa verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn sem er mikilvægt með vísan til hagræðis og áhættu, m.a. vegna sífellt vaxandi netógnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands sem birt var rétt í þessu. Þar segir að aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hafi versnað fyrir innlend fjármálafyrirtæki. Þá hafi vaxandi innlend eftirspurn leitt til aukins viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hafi því vaxið. Fjármálastöðugleikanefnd segir viðnámsþrótt kerfislega mikilvægu bankana mikinn. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé sterk. Bankarnir hafi getu til að bregðast við ytri áföllum og styðja við heimili og fyrirtæki. „Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði á síðustu mánuðum samhliða því sem framboð á eignum til sölu hefur aukist og sölutími fasteigna lengst. Beiting lánþegaskilyrða hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum og stuðlað að hærra hlutfalli eiginfjár. Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar staðfesti nefndin kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin hefur ákveðið að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2 prósentum á öllum áhættuskuldbindingum. Í ársfjórðungslegu endurmati ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2 prósentum. „Nefndin ræddi mikilvægi þess að auka hagkvæmni og öryggi í innlendri rafrænni greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu. Skref hafa verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn sem er mikilvægt með vísan til hagræðis og áhættu, m.a. vegna sífellt vaxandi netógnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira