Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2022 08:35 Seðlabanki Íslands. Stöð 2/Sigurjón „Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“ Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands sem birt var rétt í þessu. Þar segir að aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hafi versnað fyrir innlend fjármálafyrirtæki. Þá hafi vaxandi innlend eftirspurn leitt til aukins viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hafi því vaxið. Fjármálastöðugleikanefnd segir viðnámsþrótt kerfislega mikilvægu bankana mikinn. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé sterk. Bankarnir hafi getu til að bregðast við ytri áföllum og styðja við heimili og fyrirtæki. „Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði á síðustu mánuðum samhliða því sem framboð á eignum til sölu hefur aukist og sölutími fasteigna lengst. Beiting lánþegaskilyrða hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum og stuðlað að hærra hlutfalli eiginfjár. Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar staðfesti nefndin kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin hefur ákveðið að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2 prósentum á öllum áhættuskuldbindingum. Í ársfjórðungslegu endurmati ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2 prósentum. „Nefndin ræddi mikilvægi þess að auka hagkvæmni og öryggi í innlendri rafrænni greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu. Skref hafa verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn sem er mikilvægt með vísan til hagræðis og áhættu, m.a. vegna sífellt vaxandi netógnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands sem birt var rétt í þessu. Þar segir að aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hafi versnað fyrir innlend fjármálafyrirtæki. Þá hafi vaxandi innlend eftirspurn leitt til aukins viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hafi því vaxið. Fjármálastöðugleikanefnd segir viðnámsþrótt kerfislega mikilvægu bankana mikinn. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé sterk. Bankarnir hafi getu til að bregðast við ytri áföllum og styðja við heimili og fyrirtæki. „Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði á síðustu mánuðum samhliða því sem framboð á eignum til sölu hefur aukist og sölutími fasteigna lengst. Beiting lánþegaskilyrða hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum og stuðlað að hærra hlutfalli eiginfjár. Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar staðfesti nefndin kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin hefur ákveðið að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2 prósentum á öllum áhættuskuldbindingum. Í ársfjórðungslegu endurmati ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2 prósentum. „Nefndin ræddi mikilvægi þess að auka hagkvæmni og öryggi í innlendri rafrænni greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu. Skref hafa verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn sem er mikilvægt með vísan til hagræðis og áhættu, m.a. vegna sífellt vaxandi netógnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira