Hetjan hleypur alltaf og kyssir mömmu sína í stúkunni í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 09:31 Achraf Hakimi kyssir mömmu sína í leikslok í gær. Getty/Youssef Loulidi Achraf Hakimi var hetja Marokkó í gær þegar hann tryggði liðinu sigur í vítaspyrnukeppni á móti Spáni og þar með sögulegt sæti í átta liða úrslitum. Hakimi tók síðustu vítaspyrnu Marokkó og gat þar innsiglað sigurinn þökk sé markverðinum Yassine Bounou sem varði tvær spyrnur Spánverja og fékk ekki eitt mark á sig í vítakeppninni. Achraf Hakimi mætti yfirvegaður á punktinn og setti boltann lauflétt í mitt markið eftir að spænski markvörðurinn hafði valið sér horn. Hakimi er 24 ára gamall hægri bakvörður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá 2021. Áður lék hann með Internazionale á Ítaliu, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Real Madrid á Spáni. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hakimi hafði vakið mikla athygli á þessu heimsmeistaramóti fyrir að hlaupa upp í stúku eftir hvern leik og kyssa mömmu sína sem er mætt til að fylgjast með honum í Katar. Hakimi er fæddur í Madrid á Spáni en báðir foreldrar hans eru frá Marókkó. Hann valdi strax að spila fyrir yngri landslið Marókkó og hefur nú spilað 58 landsleiki fyrir þjóð sína. Það er þó mömmukossinn sem hafði komið honum mest í fréttirnar á þessu HM enda falleg og myndræn hefð. Á því var engin undantekning í gær og myndavélarnar voru að sjálfsögðu á kappanum eins og sjá má hér fyrir ofan. Hakimi segist vera mjög þakklátur móður sinni sem hann segir hafa fórnað miklu fyrir sig á sínum tíma og gefið honum tækifæri á að verða atvinnumaður í fótbolta. Hakimi borgar ekki aðeins til baka með kossum heldur getur fjölskyldan nú lifað góðu lífi þökk sé vænum launaseðli frá stórliði Paris Saint-Germain. HM 2022 í Katar Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Hakimi tók síðustu vítaspyrnu Marokkó og gat þar innsiglað sigurinn þökk sé markverðinum Yassine Bounou sem varði tvær spyrnur Spánverja og fékk ekki eitt mark á sig í vítakeppninni. Achraf Hakimi mætti yfirvegaður á punktinn og setti boltann lauflétt í mitt markið eftir að spænski markvörðurinn hafði valið sér horn. Hakimi er 24 ára gamall hægri bakvörður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá 2021. Áður lék hann með Internazionale á Ítaliu, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Real Madrid á Spáni. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hakimi hafði vakið mikla athygli á þessu heimsmeistaramóti fyrir að hlaupa upp í stúku eftir hvern leik og kyssa mömmu sína sem er mætt til að fylgjast með honum í Katar. Hakimi er fæddur í Madrid á Spáni en báðir foreldrar hans eru frá Marókkó. Hann valdi strax að spila fyrir yngri landslið Marókkó og hefur nú spilað 58 landsleiki fyrir þjóð sína. Það er þó mömmukossinn sem hafði komið honum mest í fréttirnar á þessu HM enda falleg og myndræn hefð. Á því var engin undantekning í gær og myndavélarnar voru að sjálfsögðu á kappanum eins og sjá má hér fyrir ofan. Hakimi segist vera mjög þakklátur móður sinni sem hann segir hafa fórnað miklu fyrir sig á sínum tíma og gefið honum tækifæri á að verða atvinnumaður í fótbolta. Hakimi borgar ekki aðeins til baka með kossum heldur getur fjölskyldan nú lifað góðu lífi þökk sé vænum launaseðli frá stórliði Paris Saint-Germain.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira