Hetjan hleypur alltaf og kyssir mömmu sína í stúkunni í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 09:31 Achraf Hakimi kyssir mömmu sína í leikslok í gær. Getty/Youssef Loulidi Achraf Hakimi var hetja Marokkó í gær þegar hann tryggði liðinu sigur í vítaspyrnukeppni á móti Spáni og þar með sögulegt sæti í átta liða úrslitum. Hakimi tók síðustu vítaspyrnu Marokkó og gat þar innsiglað sigurinn þökk sé markverðinum Yassine Bounou sem varði tvær spyrnur Spánverja og fékk ekki eitt mark á sig í vítakeppninni. Achraf Hakimi mætti yfirvegaður á punktinn og setti boltann lauflétt í mitt markið eftir að spænski markvörðurinn hafði valið sér horn. Hakimi er 24 ára gamall hægri bakvörður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá 2021. Áður lék hann með Internazionale á Ítaliu, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Real Madrid á Spáni. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hakimi hafði vakið mikla athygli á þessu heimsmeistaramóti fyrir að hlaupa upp í stúku eftir hvern leik og kyssa mömmu sína sem er mætt til að fylgjast með honum í Katar. Hakimi er fæddur í Madrid á Spáni en báðir foreldrar hans eru frá Marókkó. Hann valdi strax að spila fyrir yngri landslið Marókkó og hefur nú spilað 58 landsleiki fyrir þjóð sína. Það er þó mömmukossinn sem hafði komið honum mest í fréttirnar á þessu HM enda falleg og myndræn hefð. Á því var engin undantekning í gær og myndavélarnar voru að sjálfsögðu á kappanum eins og sjá má hér fyrir ofan. Hakimi segist vera mjög þakklátur móður sinni sem hann segir hafa fórnað miklu fyrir sig á sínum tíma og gefið honum tækifæri á að verða atvinnumaður í fótbolta. Hakimi borgar ekki aðeins til baka með kossum heldur getur fjölskyldan nú lifað góðu lífi þökk sé vænum launaseðli frá stórliði Paris Saint-Germain. HM 2022 í Katar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira
Hakimi tók síðustu vítaspyrnu Marokkó og gat þar innsiglað sigurinn þökk sé markverðinum Yassine Bounou sem varði tvær spyrnur Spánverja og fékk ekki eitt mark á sig í vítakeppninni. Achraf Hakimi mætti yfirvegaður á punktinn og setti boltann lauflétt í mitt markið eftir að spænski markvörðurinn hafði valið sér horn. Hakimi er 24 ára gamall hægri bakvörður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá 2021. Áður lék hann með Internazionale á Ítaliu, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Real Madrid á Spáni. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hakimi hafði vakið mikla athygli á þessu heimsmeistaramóti fyrir að hlaupa upp í stúku eftir hvern leik og kyssa mömmu sína sem er mætt til að fylgjast með honum í Katar. Hakimi er fæddur í Madrid á Spáni en báðir foreldrar hans eru frá Marókkó. Hann valdi strax að spila fyrir yngri landslið Marókkó og hefur nú spilað 58 landsleiki fyrir þjóð sína. Það er þó mömmukossinn sem hafði komið honum mest í fréttirnar á þessu HM enda falleg og myndræn hefð. Á því var engin undantekning í gær og myndavélarnar voru að sjálfsögðu á kappanum eins og sjá má hér fyrir ofan. Hakimi segist vera mjög þakklátur móður sinni sem hann segir hafa fórnað miklu fyrir sig á sínum tíma og gefið honum tækifæri á að verða atvinnumaður í fótbolta. Hakimi borgar ekki aðeins til baka með kossum heldur getur fjölskyldan nú lifað góðu lífi þökk sé vænum launaseðli frá stórliði Paris Saint-Germain.
HM 2022 í Katar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira