Hetjan hleypur alltaf og kyssir mömmu sína í stúkunni í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 09:31 Achraf Hakimi kyssir mömmu sína í leikslok í gær. Getty/Youssef Loulidi Achraf Hakimi var hetja Marokkó í gær þegar hann tryggði liðinu sigur í vítaspyrnukeppni á móti Spáni og þar með sögulegt sæti í átta liða úrslitum. Hakimi tók síðustu vítaspyrnu Marokkó og gat þar innsiglað sigurinn þökk sé markverðinum Yassine Bounou sem varði tvær spyrnur Spánverja og fékk ekki eitt mark á sig í vítakeppninni. Achraf Hakimi mætti yfirvegaður á punktinn og setti boltann lauflétt í mitt markið eftir að spænski markvörðurinn hafði valið sér horn. Hakimi er 24 ára gamall hægri bakvörður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá 2021. Áður lék hann með Internazionale á Ítaliu, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Real Madrid á Spáni. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hakimi hafði vakið mikla athygli á þessu heimsmeistaramóti fyrir að hlaupa upp í stúku eftir hvern leik og kyssa mömmu sína sem er mætt til að fylgjast með honum í Katar. Hakimi er fæddur í Madrid á Spáni en báðir foreldrar hans eru frá Marókkó. Hann valdi strax að spila fyrir yngri landslið Marókkó og hefur nú spilað 58 landsleiki fyrir þjóð sína. Það er þó mömmukossinn sem hafði komið honum mest í fréttirnar á þessu HM enda falleg og myndræn hefð. Á því var engin undantekning í gær og myndavélarnar voru að sjálfsögðu á kappanum eins og sjá má hér fyrir ofan. Hakimi segist vera mjög þakklátur móður sinni sem hann segir hafa fórnað miklu fyrir sig á sínum tíma og gefið honum tækifæri á að verða atvinnumaður í fótbolta. Hakimi borgar ekki aðeins til baka með kossum heldur getur fjölskyldan nú lifað góðu lífi þökk sé vænum launaseðli frá stórliði Paris Saint-Germain. HM 2022 í Katar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Hakimi tók síðustu vítaspyrnu Marokkó og gat þar innsiglað sigurinn þökk sé markverðinum Yassine Bounou sem varði tvær spyrnur Spánverja og fékk ekki eitt mark á sig í vítakeppninni. Achraf Hakimi mætti yfirvegaður á punktinn og setti boltann lauflétt í mitt markið eftir að spænski markvörðurinn hafði valið sér horn. Hakimi er 24 ára gamall hægri bakvörður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá 2021. Áður lék hann með Internazionale á Ítaliu, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Real Madrid á Spáni. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hakimi hafði vakið mikla athygli á þessu heimsmeistaramóti fyrir að hlaupa upp í stúku eftir hvern leik og kyssa mömmu sína sem er mætt til að fylgjast með honum í Katar. Hakimi er fæddur í Madrid á Spáni en báðir foreldrar hans eru frá Marókkó. Hann valdi strax að spila fyrir yngri landslið Marókkó og hefur nú spilað 58 landsleiki fyrir þjóð sína. Það er þó mömmukossinn sem hafði komið honum mest í fréttirnar á þessu HM enda falleg og myndræn hefð. Á því var engin undantekning í gær og myndavélarnar voru að sjálfsögðu á kappanum eins og sjá má hér fyrir ofan. Hakimi segist vera mjög þakklátur móður sinni sem hann segir hafa fórnað miklu fyrir sig á sínum tíma og gefið honum tækifæri á að verða atvinnumaður í fótbolta. Hakimi borgar ekki aðeins til baka með kossum heldur getur fjölskyldan nú lifað góðu lífi þökk sé vænum launaseðli frá stórliði Paris Saint-Germain.
HM 2022 í Katar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira