Hetjan hleypur alltaf og kyssir mömmu sína í stúkunni í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 09:31 Achraf Hakimi kyssir mömmu sína í leikslok í gær. Getty/Youssef Loulidi Achraf Hakimi var hetja Marokkó í gær þegar hann tryggði liðinu sigur í vítaspyrnukeppni á móti Spáni og þar með sögulegt sæti í átta liða úrslitum. Hakimi tók síðustu vítaspyrnu Marokkó og gat þar innsiglað sigurinn þökk sé markverðinum Yassine Bounou sem varði tvær spyrnur Spánverja og fékk ekki eitt mark á sig í vítakeppninni. Achraf Hakimi mætti yfirvegaður á punktinn og setti boltann lauflétt í mitt markið eftir að spænski markvörðurinn hafði valið sér horn. Hakimi er 24 ára gamall hægri bakvörður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá 2021. Áður lék hann með Internazionale á Ítaliu, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Real Madrid á Spáni. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hakimi hafði vakið mikla athygli á þessu heimsmeistaramóti fyrir að hlaupa upp í stúku eftir hvern leik og kyssa mömmu sína sem er mætt til að fylgjast með honum í Katar. Hakimi er fæddur í Madrid á Spáni en báðir foreldrar hans eru frá Marókkó. Hann valdi strax að spila fyrir yngri landslið Marókkó og hefur nú spilað 58 landsleiki fyrir þjóð sína. Það er þó mömmukossinn sem hafði komið honum mest í fréttirnar á þessu HM enda falleg og myndræn hefð. Á því var engin undantekning í gær og myndavélarnar voru að sjálfsögðu á kappanum eins og sjá má hér fyrir ofan. Hakimi segist vera mjög þakklátur móður sinni sem hann segir hafa fórnað miklu fyrir sig á sínum tíma og gefið honum tækifæri á að verða atvinnumaður í fótbolta. Hakimi borgar ekki aðeins til baka með kossum heldur getur fjölskyldan nú lifað góðu lífi þökk sé vænum launaseðli frá stórliði Paris Saint-Germain. HM 2022 í Katar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Hakimi tók síðustu vítaspyrnu Marokkó og gat þar innsiglað sigurinn þökk sé markverðinum Yassine Bounou sem varði tvær spyrnur Spánverja og fékk ekki eitt mark á sig í vítakeppninni. Achraf Hakimi mætti yfirvegaður á punktinn og setti boltann lauflétt í mitt markið eftir að spænski markvörðurinn hafði valið sér horn. Hakimi er 24 ára gamall hægri bakvörður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá 2021. Áður lék hann með Internazionale á Ítaliu, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Real Madrid á Spáni. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hakimi hafði vakið mikla athygli á þessu heimsmeistaramóti fyrir að hlaupa upp í stúku eftir hvern leik og kyssa mömmu sína sem er mætt til að fylgjast með honum í Katar. Hakimi er fæddur í Madrid á Spáni en báðir foreldrar hans eru frá Marókkó. Hann valdi strax að spila fyrir yngri landslið Marókkó og hefur nú spilað 58 landsleiki fyrir þjóð sína. Það er þó mömmukossinn sem hafði komið honum mest í fréttirnar á þessu HM enda falleg og myndræn hefð. Á því var engin undantekning í gær og myndavélarnar voru að sjálfsögðu á kappanum eins og sjá má hér fyrir ofan. Hakimi segist vera mjög þakklátur móður sinni sem hann segir hafa fórnað miklu fyrir sig á sínum tíma og gefið honum tækifæri á að verða atvinnumaður í fótbolta. Hakimi borgar ekki aðeins til baka með kossum heldur getur fjölskyldan nú lifað góðu lífi þökk sé vænum launaseðli frá stórliði Paris Saint-Germain.
HM 2022 í Katar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira