Fótbolti

Óttar valinn leikmaður ársins hjá Oakland Roots

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óttar Magnús Karlsson er leikmaður ársins hjæa Oakland Roots.
Óttar Magnús Karlsson er leikmaður ársins hjæa Oakland Roots. mynd/Oakland roots

Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson hefur verið valinn leikmaður ársins hjá bandaríska B-deildarfélaginu Oakland Roots.

Óttar Magnús átti frábært tímabil fyrir Oakland Roots er liðið hafnaði í sjöunda sæti Vestur-deildar USL Championship. Hann skoraði 19 mörk fyrir liðið í 30 leikjum og var þar með þriðji markahæsti leikmaður deildanna, Austur- og Vestur-deildanna.

Óttar er 25 ára gamall, en hann hóf feril sinn hjá Víkingi hér á Íslandi áður en hann hélt út til Molde í noregi árið 2017. Hann lék svo eitt tímabil á láni hjá Trelleborg áður en hann færði sig yfir til Mjällby fyrir tímabilið 2018-2019. Leikmaðurinn hélt svo aftur heim á leið til Víkings, en var svo keyptur til ítalska félagsins Venezia þar sem hann er samningsbundinn í dag. 

Tækifærin á Ítalíu hafa hins vegar verið af skornum skammti, en Óttar hefur nú blómstrað á lánstíma sínum hjá Oakland Roots.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×