Erlent

Morðinginn bjó á móti á­rásar­staðnum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjórtán ára stúlka er látin og önnur þrettán ára er alvarlega slösuð eftir árásina.
Fjórtán ára stúlka er látin og önnur þrettán ára er alvarlega slösuð eftir árásina. Getty/Bernd Weißbrod

Maðurinn sem myrti fjórtán ára stúlku og særði aðra þrettán ára í bænum Illerkirchberg í Þýskalandi í gær er hælisleitandi frá Erítreu. Morðið framdi hann beint fyrir utan heimilið sem hann bjó á á meðan verið var að afgreiða hælisumsókn hans. 

Fjórtán ára stúlka lét lífið í stunguárás í bænum Illerkirchberg í Baden-Württemberg í Þýskalandi í gær þegar hún var á leið í skólann ásamt vinkonu sinni. Vinkonan var einnig stungin og liggur þungt haldin á spítala.

Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu eftir árásina en hann bjó á heimili fyrir hælisleitendur í bænum. Árásin átti sér stað beint fyrir utan heimilið en talið er að maðurinn hafi hlaupið út, stungið stelpurnar, hlaupið aftur inn og reynt að fremja sjálfsvíg. 

Í samtali við þýska blaðið Bild segir lögreglustjórinn í borginni Ulm sem er nálægt Illerkirchberg, Bernhard Weber, að lögreglu sé ekki kunnugt um hvers vegna maðurinn framdi árásina. Hann sé með hreina sakaskrá og hafi hingað til ekki gert neitt vafasamt af sér. 

Seinna í dag kemur í ljós hvort maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald eða vistaður á geðdeild. 

Weber segir fólkið í Baden-Württemberg hafi ekkert að óttast, um sé að ræða einangrað tilvik. Ekki sé líklegt að önnur árás verði framin. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.