Innlent

Hefðu átt að fara sér hægar

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri.

Ekki er gert ráð fyrir því að aðilar vinnumarkaðarins hittist á formlegum fundi í dag en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við fréttastofu í gær að samningsstaða verkalýðshreyfingarinnar hafi versnað þegar Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins náðu saman um nýjan kjarasamning síðastliðin laugardag.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar tekur undir með Ragnari.

„Þetta er ein af þeim ástæðum sem ég hef til að gagnrýna þennan mikla hraða sem settur var í að loka samningi hjá SGS og samtökum atvinnulífsins. Mín afstaða er sú að ef fólk hefði nýtt samtakamátt vinnandi fólks og nýtt þennan tíma sem að við höfum þegar að samningar eru lausir, til þess að sækja fram sameinuð og bæta lífskjör okkar félagsfólks. Þá hefði verið hægt að vinna saman. Þá hefði verið hægt að knýja á um að stjórnvöld kæmu að borðinu og tækju raunverulega þátt í að bæta lífskjör vinnandi fólks.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hefur ásakað aðila innan Eflingar um að leka upplýsingum þegar kjaraviðræðurnar voru á viðkvæmu stigi og segir fyrrum félaga hafa stungið sig í bakið.

„Það að menn leggist hér svo lágt að tala um hnífastungur. Finnst mér auðvitað bara fáránlegt og ég ætla ekki að taka þátt í slíkri orðræðu“, sagði Sólveig Anna. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.