Fjölgun hvala í hafíssleysinu bendi til að vendipunkti hafi verið náð Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 11:41 Langreyðar á svamli í Norður-Atlantshafi. Vísir/Getty Óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka í hafinu við Suðaustur-Grænland sem var áður þakið hafís er sagður benda til þess að vendipunkti hafi verið náð í umhverfisskilyrðum og vistkerfum þar. Hafís er nánast horfinn af svæðinu yfir sumarmánuðina. Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar. Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar.
Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira