Fjölgun hvala í hafíssleysinu bendi til að vendipunkti hafi verið náð Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 11:41 Langreyðar á svamli í Norður-Atlantshafi. Vísir/Getty Óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka í hafinu við Suðaustur-Grænland sem var áður þakið hafís er sagður benda til þess að vendipunkti hafi verið náð í umhverfisskilyrðum og vistkerfum þar. Hafís er nánast horfinn af svæðinu yfir sumarmánuðina. Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar. Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar.
Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira