Fjölgun hvala í hafíssleysinu bendi til að vendipunkti hafi verið náð Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 11:41 Langreyðar á svamli í Norður-Atlantshafi. Vísir/Getty Óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka í hafinu við Suðaustur-Grænland sem var áður þakið hafís er sagður benda til þess að vendipunkti hafi verið náð í umhverfisskilyrðum og vistkerfum þar. Hafís er nánast horfinn af svæðinu yfir sumarmánuðina. Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar. Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Vistkerfið við Suðaustur-Grænland einkenndist áður af miklu magni rekíss. Sumarhafís hefur hins vegar svo gott sem horfið þar frá 2003. Á sama tíma hefur sjávarhiti hækkað um meira en tvær gráður frá 1980. Hop hafíssins við Suðaustur-Grænland er sagt fordæmalaust á þeim tvö hundruð árum sem mælingar á hafís að sumarlagi hafa verið gerðar. Breytingarnar eru sagðar hafa valdið grundvallarhliðrun á vistkerfinu í hafinu við Grænland í nýrri rannsókn sem tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu þátt í. Þær gera svæðið hentugra búsvæði fyrir hvalategndir eins og langreyði og hnúfubak auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávartegunda, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Hvölum af tegundum sem voru fyrir á svæðinu hefur fjölgað verulega frá því sem áður var og nýjar haslað sér völl þar. Í rannsókninni er áætlað að nýju hvaltegundirnar á svæðinu éti um 700.000 tonn af fiski á ári og meira en eina og hálfa milljón tonn af átu. Talið er að aukin samkeppni um fæðu hafi leitt til þess að minna sé nú um náhvali og rostunga. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Global Change Biology. „Ný skilyrði munu líklega verða varanleg um ókomna framtíð nema hitastig lækki og rek hafíss frá Norður-Íshafinu aukist aftur. Samkvæmt nýlegum skýrslum IPCC [loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna]gera áframhaldandi loftslagsbreytingar á 21. öld þá atburðarás ólíklega,“ er haft eftir Mads Peter Heide-Jørgensen, prófessor hjá Auðlindastofnun Grænlands í Danmörku, sem stýrði rannsókninni. Rannsóknin byggði á fjölda langtímaathugana, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Notuð voru gögn frá mælistöð Hafrannsóknastofnunar við Faxaflóa um breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafsins, sem nær frá Hvarfi að Íslands-Grænlandshryggnum, fimmtíu ár aftur í tímann. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, heitinn og Andreas Macrander, hafeðlisfræðingur, frá Hafrannsóknastofnun lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar.
Vísindi Grænland Hvalir Loftslagsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira