Fótbolti

Fyrsta konan til að gera strákalið að meisturum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir sturtuðu yfir Julianne Sitch eftir að sigurinn var í höfn.
Strákarnir sturtuðu yfir Julianne Sitch eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Grant Halverson

Julianne Sitch skrifaði söguna í bandarískum íþróttum um helgina þegar hún gerði lið University of Chicago skólans að meisturum.

Julianne er fyrsta konan til að gera karlalið að meisturum í NCAA háskólaboltanum.

University of Chicago vann 2-0 sigur á Williams College í úrslitaleik 3. deildarinnar.

Liðið vann 22 leiki af 23 á tímabilinu og tapaði ekki leik.

Þetta er fyrsti titilinn í sögu karlaliðs skólans en liðið hafði áður sett met í sigurleikjum á einu tímabili.

„Strákarnir fá hrósið. Þeir hafa aldrei verið með kvenþjálfara áður og þeir tóku á móti mér eins og ég væri ein af þeim. Ég verð alltaf þakklát fyrir það. Ég er mjög stolt af þessum strákum,“ sagði Julianne Sitch.

Julianne Sitch er 39 ára gömul og lék á sínum tíma sem varnarmaður NWSL deildinni.

Hún byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Chicago Maroons og var síðan bæði aðstoðarþjálfari hjá liði Chicago Red Stars í kvennadeildinni sem og að þjálfa varaliðið.

Hún tók svo við karlaliði University of Chicago í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.