Erlent

Kaspíaselir drápust í þúsundatali

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekki er vitað hversvegna selirnir drápust í hrönnum. 
Ekki er vitað hversvegna selirnir drápust í hrönnum.  RU-RTR Russian Television via AP

Um 2500 kaspíaselir hafa fundist dauðir meðfram strandlengju Rússlands við Kaspíahaf í suðurhluta Rússlands.

Í upphafi töluðu yfirvöld um að 700 dýr hefðu fundist á ströndinni en umhverfisráðuneyti Rússlands hefur nú hækkað töluna í 2500 dýr. Enn er óljóst hvað olli dauða selanna en líklegt er þó talið að um náttúrulegar orsakir sé að ræða.

Kaspíaselur er á meðal minnstu selategunda heims og er tegundin talin í útrýmingarhættu. Þó er afar umdeilt hversu mörg dýr eru til í heiminum, sumstaðar er talað um allt að 300 þúsund dýr en aðrar heimildir segja að talan sé aðeins um sjötíu þúsund.

Slíkur fjöldadauði sela við Kaspíahaf er ekki einsdæmi, á þessu ári hafa þrír svipaðir atburðir verið tilkynntir í Kazakstan, sem einnig á langa strandlengju við Kaspíahaf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×