FIFA hafi ekki ákveðið fyrirkomulagið fyrir HM 2026 Valur Páll Eiríksson skrifar 5. desember 2022 08:01 Arsene Wenger segir FIFA vera með þrjá kosti til skoðunar. vísir/getty Arséne Wenger, yfirmaður alþjóðlegrar fótboltaþróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, segir sambandið ekki hafa geirneglt fyrirkomulag þriggja liða riðla á komandi heimsmeistaramóti árið 2026. Liðum verður fjölgað á mótinu. 32 lið hafa spilað á HM undanfarin ár en þeim verður fjölgað í 48 fyrir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Lagt hefur verið upp með að liðin 48 spili í 16 þriggja liða riðlum. Tvö lið myndu komast áfram úr hverjum riðli og mynda 32-liða úrslit. Með oddatölufjölda í riðlunum er hins vegar ljóst að fyrirkomulagið gæti reynst vandasamt. Liðin tvö sem spila síðasta leik í riðlakeppninni gætu hæglega kallað fram úrslit sem myndu hleypa þeim áfram á kostnað þriðja liðsins sem verður búið með sína tvo leiki. FIFA þurfti að bregðast við eftir frægan leik á HM 1982 þegar Vestur-Þýskaland vann Austurríki 1-0 í afar tíðindalitlum leik, úrslit sem hleyptu báðum liðum áfram á kostnað Alsír. Alsír hafði þá spilað sinn síðasta leik en lokaleikir í riðlakeppni á HM hafa síðan verið leiknir á sama tíma svo lið geti ekki skipulagt úrslit með þessum hætti. Arsene Wenger segir enga ákvörðun hafa verið tekna um fyrirkomulag mótsins en þrjú séu til skoðunar. „Þetta er ekki ákveðið,“ segir Wenger. „Það verða 16 riðlar þriggja, tólf riðlar með fjórum liðum, eða tvískipt mót með sex fjögurra liða riðla - þar sem mótinu er skipt í tvennt með 24 lið hvoru megin,“ „Ég mun ekki geta ákveðið þetta. FIFA mun taka ákvörðun og gerir það líkast til á næsta ári,“ segir Wenger. HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
32 lið hafa spilað á HM undanfarin ár en þeim verður fjölgað í 48 fyrir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Lagt hefur verið upp með að liðin 48 spili í 16 þriggja liða riðlum. Tvö lið myndu komast áfram úr hverjum riðli og mynda 32-liða úrslit. Með oddatölufjölda í riðlunum er hins vegar ljóst að fyrirkomulagið gæti reynst vandasamt. Liðin tvö sem spila síðasta leik í riðlakeppninni gætu hæglega kallað fram úrslit sem myndu hleypa þeim áfram á kostnað þriðja liðsins sem verður búið með sína tvo leiki. FIFA þurfti að bregðast við eftir frægan leik á HM 1982 þegar Vestur-Þýskaland vann Austurríki 1-0 í afar tíðindalitlum leik, úrslit sem hleyptu báðum liðum áfram á kostnað Alsír. Alsír hafði þá spilað sinn síðasta leik en lokaleikir í riðlakeppni á HM hafa síðan verið leiknir á sama tíma svo lið geti ekki skipulagt úrslit með þessum hætti. Arsene Wenger segir enga ákvörðun hafa verið tekna um fyrirkomulag mótsins en þrjú séu til skoðunar. „Þetta er ekki ákveðið,“ segir Wenger. „Það verða 16 riðlar þriggja, tólf riðlar með fjórum liðum, eða tvískipt mót með sex fjögurra liða riðla - þar sem mótinu er skipt í tvennt með 24 lið hvoru megin,“ „Ég mun ekki geta ákveðið þetta. FIFA mun taka ákvörðun og gerir það líkast til á næsta ári,“ segir Wenger.
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira