Fótbolti

Albert og Dagný bæði í tapliðum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Albert og félagar biðu lægri hlut á heimavelli í dag.
Albert og félagar biðu lægri hlut á heimavelli í dag. Vísir/Getty

Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Genoa sem tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Cittadella í ítölsku Serie B deildinni í dag. Þá var Dagný Brynjarsdóttir í liði West Ham sem tapaði fyrir Liverpool.

Albert Guðmundsson og félagar voru fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Frosinone en í harði baráttu um umspilssæti sem gætu þýtt sæti í Serie A á næsta ári.

Staðan í hálfleik í dag var 0-0 en Albert var í byrjunarliði Genoa í framlínu liðsins. Á 62.mínútu kom Mirko Antonucci Cittadella í 1-0 þegar hann skoraði eftir sendingu frá Andrea Danzi.

Þetta reyndist eina mark leiksins og Genoa fellur niður í 5.sætið við þetta tap.

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham og fyrirliði þegar liðið tapaði 2-0 á útivelli gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Bæði mörk Liverpool komu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

West Ham er í 5.sæti deildarinnar með 12 stig eftir átta umferðir. Liverpool er í 9.sæti en þetta var fyrsti deildarsigur liðsins síðan í september.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.