Búist við að Saka komi inn í byrjunarliðið á kostnað Foden eða Rashford Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 12:00 Bukayo Saka fagnar Phil Foden eftir 3-0 sigur Englands gegn Wales í riðlakeppninni. Vísir/Getty England mætir Senegal í kvöld í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Katar. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Bukayo Saka komi inn í byrjunarlið Englands á kostnað Phil Foden eða Marcus Rashford sem báðir skoruðu í síðasta leik. England fór nokkuð þægilega í gegnum B-riðil heimsmeistarakeppninnar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik en gerði síðan jafntefli við Bandaríkin áður en þeir unnu 3-0 sigur á Wales í lokaleik riðlakeppninnar. Í leiknum gegn Wales gerði Gareth Southgate landsliðsþjálfari tölverðar breytingar á byrjunarliði sínu og fór Bukayo Saka meðal annars á bekkinn á meðan Marcus Rashford og Phil Foden komu báðir inn í byrjunarliðið. Þeir Foden og Rashford nýttu tækifærið heldur betur vel því Rashford skoraði tvö mörk og Foden eitt í 3-0 sigri enska liðsins. Þrátt fyrir góða frammistöðu enska liðsins í síðasta leik greina fjölmiðlar frá því núna í morgunsárið að Saka komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Senegal í kvöld og annaðhvort Foden eða Rashford þurfi því að víkja. Bukayo Saka is set to start for England against Senegal in today's World Cup knockout game pic.twitter.com/pG3i5eTcZ2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2022 Í umfjöllun Skysports segir fréttamaðurinn Melissa Reddy að þrátt fyrir að rætt hafi verið um að byrjunarliðið gæti verið óbreytt frá sigrinum gegn Wales þá sé búist við því að Saka komi aftur inn í liðið. „Sú staðreynd að Saka var hvíldur í síðasta leik þýðir að þetta hafi jafnvel verið skipulagt frá upphafi. Þá er spurning hvað Southgate gerir á öðrum stöðum framarlega á vellinum. Foden og Rashford bjóða báðir upp á eitthvað öðruvísi, Rashford er beinskeyttur en Foden sýndi þokka og kraft með boltann gegn Wales. Ég held að það muni ekki margir setja út á það ef Saka kemur aftur inn í liðið.“ „Raheem Sterling er leikmaður sem Southgate treystir og Southgate hefur aldrei stillt upp byrjunarliðið í útsláttarleik án Sterling. Samvinna Sterling og Harry Kane hefur verið ein af grunnstoðum hans.“ Þá er talið mögulegt að Jordan Henderson verði einn af þremur miðjumönnum liðsins en Rob Dorsett, fréttamaður Skysports, segir líklegast að Southgate stilli upp í 4-3-3 leikkerfi sem hafi reynst Englendingum vel í riðlakeppninni. „Declan Rice og Jude Bellingham eru augljóst val á miðjunni og Jordan Henderson gæti vel verið valinn á kostnað Mason Mount vegna reynslu hans og stöðugleika.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
England fór nokkuð þægilega í gegnum B-riðil heimsmeistarakeppninnar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik en gerði síðan jafntefli við Bandaríkin áður en þeir unnu 3-0 sigur á Wales í lokaleik riðlakeppninnar. Í leiknum gegn Wales gerði Gareth Southgate landsliðsþjálfari tölverðar breytingar á byrjunarliði sínu og fór Bukayo Saka meðal annars á bekkinn á meðan Marcus Rashford og Phil Foden komu báðir inn í byrjunarliðið. Þeir Foden og Rashford nýttu tækifærið heldur betur vel því Rashford skoraði tvö mörk og Foden eitt í 3-0 sigri enska liðsins. Þrátt fyrir góða frammistöðu enska liðsins í síðasta leik greina fjölmiðlar frá því núna í morgunsárið að Saka komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Senegal í kvöld og annaðhvort Foden eða Rashford þurfi því að víkja. Bukayo Saka is set to start for England against Senegal in today's World Cup knockout game pic.twitter.com/pG3i5eTcZ2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2022 Í umfjöllun Skysports segir fréttamaðurinn Melissa Reddy að þrátt fyrir að rætt hafi verið um að byrjunarliðið gæti verið óbreytt frá sigrinum gegn Wales þá sé búist við því að Saka komi aftur inn í liðið. „Sú staðreynd að Saka var hvíldur í síðasta leik þýðir að þetta hafi jafnvel verið skipulagt frá upphafi. Þá er spurning hvað Southgate gerir á öðrum stöðum framarlega á vellinum. Foden og Rashford bjóða báðir upp á eitthvað öðruvísi, Rashford er beinskeyttur en Foden sýndi þokka og kraft með boltann gegn Wales. Ég held að það muni ekki margir setja út á það ef Saka kemur aftur inn í liðið.“ „Raheem Sterling er leikmaður sem Southgate treystir og Southgate hefur aldrei stillt upp byrjunarliðið í útsláttarleik án Sterling. Samvinna Sterling og Harry Kane hefur verið ein af grunnstoðum hans.“ Þá er talið mögulegt að Jordan Henderson verði einn af þremur miðjumönnum liðsins en Rob Dorsett, fréttamaður Skysports, segir líklegast að Southgate stilli upp í 4-3-3 leikkerfi sem hafi reynst Englendingum vel í riðlakeppninni. „Declan Rice og Jude Bellingham eru augljóst val á miðjunni og Jordan Henderson gæti vel verið valinn á kostnað Mason Mount vegna reynslu hans og stöðugleika.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira