Búist við að Saka komi inn í byrjunarliðið á kostnað Foden eða Rashford Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 12:00 Bukayo Saka fagnar Phil Foden eftir 3-0 sigur Englands gegn Wales í riðlakeppninni. Vísir/Getty England mætir Senegal í kvöld í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Katar. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Bukayo Saka komi inn í byrjunarlið Englands á kostnað Phil Foden eða Marcus Rashford sem báðir skoruðu í síðasta leik. England fór nokkuð þægilega í gegnum B-riðil heimsmeistarakeppninnar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik en gerði síðan jafntefli við Bandaríkin áður en þeir unnu 3-0 sigur á Wales í lokaleik riðlakeppninnar. Í leiknum gegn Wales gerði Gareth Southgate landsliðsþjálfari tölverðar breytingar á byrjunarliði sínu og fór Bukayo Saka meðal annars á bekkinn á meðan Marcus Rashford og Phil Foden komu báðir inn í byrjunarliðið. Þeir Foden og Rashford nýttu tækifærið heldur betur vel því Rashford skoraði tvö mörk og Foden eitt í 3-0 sigri enska liðsins. Þrátt fyrir góða frammistöðu enska liðsins í síðasta leik greina fjölmiðlar frá því núna í morgunsárið að Saka komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Senegal í kvöld og annaðhvort Foden eða Rashford þurfi því að víkja. Bukayo Saka is set to start for England against Senegal in today's World Cup knockout game pic.twitter.com/pG3i5eTcZ2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2022 Í umfjöllun Skysports segir fréttamaðurinn Melissa Reddy að þrátt fyrir að rætt hafi verið um að byrjunarliðið gæti verið óbreytt frá sigrinum gegn Wales þá sé búist við því að Saka komi aftur inn í liðið. „Sú staðreynd að Saka var hvíldur í síðasta leik þýðir að þetta hafi jafnvel verið skipulagt frá upphafi. Þá er spurning hvað Southgate gerir á öðrum stöðum framarlega á vellinum. Foden og Rashford bjóða báðir upp á eitthvað öðruvísi, Rashford er beinskeyttur en Foden sýndi þokka og kraft með boltann gegn Wales. Ég held að það muni ekki margir setja út á það ef Saka kemur aftur inn í liðið.“ „Raheem Sterling er leikmaður sem Southgate treystir og Southgate hefur aldrei stillt upp byrjunarliðið í útsláttarleik án Sterling. Samvinna Sterling og Harry Kane hefur verið ein af grunnstoðum hans.“ Þá er talið mögulegt að Jordan Henderson verði einn af þremur miðjumönnum liðsins en Rob Dorsett, fréttamaður Skysports, segir líklegast að Southgate stilli upp í 4-3-3 leikkerfi sem hafi reynst Englendingum vel í riðlakeppninni. „Declan Rice og Jude Bellingham eru augljóst val á miðjunni og Jordan Henderson gæti vel verið valinn á kostnað Mason Mount vegna reynslu hans og stöðugleika.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
England fór nokkuð þægilega í gegnum B-riðil heimsmeistarakeppninnar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik en gerði síðan jafntefli við Bandaríkin áður en þeir unnu 3-0 sigur á Wales í lokaleik riðlakeppninnar. Í leiknum gegn Wales gerði Gareth Southgate landsliðsþjálfari tölverðar breytingar á byrjunarliði sínu og fór Bukayo Saka meðal annars á bekkinn á meðan Marcus Rashford og Phil Foden komu báðir inn í byrjunarliðið. Þeir Foden og Rashford nýttu tækifærið heldur betur vel því Rashford skoraði tvö mörk og Foden eitt í 3-0 sigri enska liðsins. Þrátt fyrir góða frammistöðu enska liðsins í síðasta leik greina fjölmiðlar frá því núna í morgunsárið að Saka komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Senegal í kvöld og annaðhvort Foden eða Rashford þurfi því að víkja. Bukayo Saka is set to start for England against Senegal in today's World Cup knockout game pic.twitter.com/pG3i5eTcZ2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2022 Í umfjöllun Skysports segir fréttamaðurinn Melissa Reddy að þrátt fyrir að rætt hafi verið um að byrjunarliðið gæti verið óbreytt frá sigrinum gegn Wales þá sé búist við því að Saka komi aftur inn í liðið. „Sú staðreynd að Saka var hvíldur í síðasta leik þýðir að þetta hafi jafnvel verið skipulagt frá upphafi. Þá er spurning hvað Southgate gerir á öðrum stöðum framarlega á vellinum. Foden og Rashford bjóða báðir upp á eitthvað öðruvísi, Rashford er beinskeyttur en Foden sýndi þokka og kraft með boltann gegn Wales. Ég held að það muni ekki margir setja út á það ef Saka kemur aftur inn í liðið.“ „Raheem Sterling er leikmaður sem Southgate treystir og Southgate hefur aldrei stillt upp byrjunarliðið í útsláttarleik án Sterling. Samvinna Sterling og Harry Kane hefur verið ein af grunnstoðum hans.“ Þá er talið mögulegt að Jordan Henderson verði einn af þremur miðjumönnum liðsins en Rob Dorsett, fréttamaður Skysports, segir líklegast að Southgate stilli upp í 4-3-3 leikkerfi sem hafi reynst Englendingum vel í riðlakeppninni. „Declan Rice og Jude Bellingham eru augljóst val á miðjunni og Jordan Henderson gæti vel verið valinn á kostnað Mason Mount vegna reynslu hans og stöðugleika.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira