Búist við að Saka komi inn í byrjunarliðið á kostnað Foden eða Rashford Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 12:00 Bukayo Saka fagnar Phil Foden eftir 3-0 sigur Englands gegn Wales í riðlakeppninni. Vísir/Getty England mætir Senegal í kvöld í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Katar. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Bukayo Saka komi inn í byrjunarlið Englands á kostnað Phil Foden eða Marcus Rashford sem báðir skoruðu í síðasta leik. England fór nokkuð þægilega í gegnum B-riðil heimsmeistarakeppninnar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik en gerði síðan jafntefli við Bandaríkin áður en þeir unnu 3-0 sigur á Wales í lokaleik riðlakeppninnar. Í leiknum gegn Wales gerði Gareth Southgate landsliðsþjálfari tölverðar breytingar á byrjunarliði sínu og fór Bukayo Saka meðal annars á bekkinn á meðan Marcus Rashford og Phil Foden komu báðir inn í byrjunarliðið. Þeir Foden og Rashford nýttu tækifærið heldur betur vel því Rashford skoraði tvö mörk og Foden eitt í 3-0 sigri enska liðsins. Þrátt fyrir góða frammistöðu enska liðsins í síðasta leik greina fjölmiðlar frá því núna í morgunsárið að Saka komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Senegal í kvöld og annaðhvort Foden eða Rashford þurfi því að víkja. Bukayo Saka is set to start for England against Senegal in today's World Cup knockout game pic.twitter.com/pG3i5eTcZ2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2022 Í umfjöllun Skysports segir fréttamaðurinn Melissa Reddy að þrátt fyrir að rætt hafi verið um að byrjunarliðið gæti verið óbreytt frá sigrinum gegn Wales þá sé búist við því að Saka komi aftur inn í liðið. „Sú staðreynd að Saka var hvíldur í síðasta leik þýðir að þetta hafi jafnvel verið skipulagt frá upphafi. Þá er spurning hvað Southgate gerir á öðrum stöðum framarlega á vellinum. Foden og Rashford bjóða báðir upp á eitthvað öðruvísi, Rashford er beinskeyttur en Foden sýndi þokka og kraft með boltann gegn Wales. Ég held að það muni ekki margir setja út á það ef Saka kemur aftur inn í liðið.“ „Raheem Sterling er leikmaður sem Southgate treystir og Southgate hefur aldrei stillt upp byrjunarliðið í útsláttarleik án Sterling. Samvinna Sterling og Harry Kane hefur verið ein af grunnstoðum hans.“ Þá er talið mögulegt að Jordan Henderson verði einn af þremur miðjumönnum liðsins en Rob Dorsett, fréttamaður Skysports, segir líklegast að Southgate stilli upp í 4-3-3 leikkerfi sem hafi reynst Englendingum vel í riðlakeppninni. „Declan Rice og Jude Bellingham eru augljóst val á miðjunni og Jordan Henderson gæti vel verið valinn á kostnað Mason Mount vegna reynslu hans og stöðugleika.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
England fór nokkuð þægilega í gegnum B-riðil heimsmeistarakeppninnar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik en gerði síðan jafntefli við Bandaríkin áður en þeir unnu 3-0 sigur á Wales í lokaleik riðlakeppninnar. Í leiknum gegn Wales gerði Gareth Southgate landsliðsþjálfari tölverðar breytingar á byrjunarliði sínu og fór Bukayo Saka meðal annars á bekkinn á meðan Marcus Rashford og Phil Foden komu báðir inn í byrjunarliðið. Þeir Foden og Rashford nýttu tækifærið heldur betur vel því Rashford skoraði tvö mörk og Foden eitt í 3-0 sigri enska liðsins. Þrátt fyrir góða frammistöðu enska liðsins í síðasta leik greina fjölmiðlar frá því núna í morgunsárið að Saka komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Senegal í kvöld og annaðhvort Foden eða Rashford þurfi því að víkja. Bukayo Saka is set to start for England against Senegal in today's World Cup knockout game pic.twitter.com/pG3i5eTcZ2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2022 Í umfjöllun Skysports segir fréttamaðurinn Melissa Reddy að þrátt fyrir að rætt hafi verið um að byrjunarliðið gæti verið óbreytt frá sigrinum gegn Wales þá sé búist við því að Saka komi aftur inn í liðið. „Sú staðreynd að Saka var hvíldur í síðasta leik þýðir að þetta hafi jafnvel verið skipulagt frá upphafi. Þá er spurning hvað Southgate gerir á öðrum stöðum framarlega á vellinum. Foden og Rashford bjóða báðir upp á eitthvað öðruvísi, Rashford er beinskeyttur en Foden sýndi þokka og kraft með boltann gegn Wales. Ég held að það muni ekki margir setja út á það ef Saka kemur aftur inn í liðið.“ „Raheem Sterling er leikmaður sem Southgate treystir og Southgate hefur aldrei stillt upp byrjunarliðið í útsláttarleik án Sterling. Samvinna Sterling og Harry Kane hefur verið ein af grunnstoðum hans.“ Þá er talið mögulegt að Jordan Henderson verði einn af þremur miðjumönnum liðsins en Rob Dorsett, fréttamaður Skysports, segir líklegast að Southgate stilli upp í 4-3-3 leikkerfi sem hafi reynst Englendingum vel í riðlakeppninni. „Declan Rice og Jude Bellingham eru augljóst val á miðjunni og Jordan Henderson gæti vel verið valinn á kostnað Mason Mount vegna reynslu hans og stöðugleika.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira