Búist við að Saka komi inn í byrjunarliðið á kostnað Foden eða Rashford Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 12:00 Bukayo Saka fagnar Phil Foden eftir 3-0 sigur Englands gegn Wales í riðlakeppninni. Vísir/Getty England mætir Senegal í kvöld í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Katar. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Bukayo Saka komi inn í byrjunarlið Englands á kostnað Phil Foden eða Marcus Rashford sem báðir skoruðu í síðasta leik. England fór nokkuð þægilega í gegnum B-riðil heimsmeistarakeppninnar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik en gerði síðan jafntefli við Bandaríkin áður en þeir unnu 3-0 sigur á Wales í lokaleik riðlakeppninnar. Í leiknum gegn Wales gerði Gareth Southgate landsliðsþjálfari tölverðar breytingar á byrjunarliði sínu og fór Bukayo Saka meðal annars á bekkinn á meðan Marcus Rashford og Phil Foden komu báðir inn í byrjunarliðið. Þeir Foden og Rashford nýttu tækifærið heldur betur vel því Rashford skoraði tvö mörk og Foden eitt í 3-0 sigri enska liðsins. Þrátt fyrir góða frammistöðu enska liðsins í síðasta leik greina fjölmiðlar frá því núna í morgunsárið að Saka komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Senegal í kvöld og annaðhvort Foden eða Rashford þurfi því að víkja. Bukayo Saka is set to start for England against Senegal in today's World Cup knockout game pic.twitter.com/pG3i5eTcZ2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2022 Í umfjöllun Skysports segir fréttamaðurinn Melissa Reddy að þrátt fyrir að rætt hafi verið um að byrjunarliðið gæti verið óbreytt frá sigrinum gegn Wales þá sé búist við því að Saka komi aftur inn í liðið. „Sú staðreynd að Saka var hvíldur í síðasta leik þýðir að þetta hafi jafnvel verið skipulagt frá upphafi. Þá er spurning hvað Southgate gerir á öðrum stöðum framarlega á vellinum. Foden og Rashford bjóða báðir upp á eitthvað öðruvísi, Rashford er beinskeyttur en Foden sýndi þokka og kraft með boltann gegn Wales. Ég held að það muni ekki margir setja út á það ef Saka kemur aftur inn í liðið.“ „Raheem Sterling er leikmaður sem Southgate treystir og Southgate hefur aldrei stillt upp byrjunarliðið í útsláttarleik án Sterling. Samvinna Sterling og Harry Kane hefur verið ein af grunnstoðum hans.“ Þá er talið mögulegt að Jordan Henderson verði einn af þremur miðjumönnum liðsins en Rob Dorsett, fréttamaður Skysports, segir líklegast að Southgate stilli upp í 4-3-3 leikkerfi sem hafi reynst Englendingum vel í riðlakeppninni. „Declan Rice og Jude Bellingham eru augljóst val á miðjunni og Jordan Henderson gæti vel verið valinn á kostnað Mason Mount vegna reynslu hans og stöðugleika.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
England fór nokkuð þægilega í gegnum B-riðil heimsmeistarakeppninnar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik en gerði síðan jafntefli við Bandaríkin áður en þeir unnu 3-0 sigur á Wales í lokaleik riðlakeppninnar. Í leiknum gegn Wales gerði Gareth Southgate landsliðsþjálfari tölverðar breytingar á byrjunarliði sínu og fór Bukayo Saka meðal annars á bekkinn á meðan Marcus Rashford og Phil Foden komu báðir inn í byrjunarliðið. Þeir Foden og Rashford nýttu tækifærið heldur betur vel því Rashford skoraði tvö mörk og Foden eitt í 3-0 sigri enska liðsins. Þrátt fyrir góða frammistöðu enska liðsins í síðasta leik greina fjölmiðlar frá því núna í morgunsárið að Saka komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Senegal í kvöld og annaðhvort Foden eða Rashford þurfi því að víkja. Bukayo Saka is set to start for England against Senegal in today's World Cup knockout game pic.twitter.com/pG3i5eTcZ2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2022 Í umfjöllun Skysports segir fréttamaðurinn Melissa Reddy að þrátt fyrir að rætt hafi verið um að byrjunarliðið gæti verið óbreytt frá sigrinum gegn Wales þá sé búist við því að Saka komi aftur inn í liðið. „Sú staðreynd að Saka var hvíldur í síðasta leik þýðir að þetta hafi jafnvel verið skipulagt frá upphafi. Þá er spurning hvað Southgate gerir á öðrum stöðum framarlega á vellinum. Foden og Rashford bjóða báðir upp á eitthvað öðruvísi, Rashford er beinskeyttur en Foden sýndi þokka og kraft með boltann gegn Wales. Ég held að það muni ekki margir setja út á það ef Saka kemur aftur inn í liðið.“ „Raheem Sterling er leikmaður sem Southgate treystir og Southgate hefur aldrei stillt upp byrjunarliðið í útsláttarleik án Sterling. Samvinna Sterling og Harry Kane hefur verið ein af grunnstoðum hans.“ Þá er talið mögulegt að Jordan Henderson verði einn af þremur miðjumönnum liðsins en Rob Dorsett, fréttamaður Skysports, segir líklegast að Southgate stilli upp í 4-3-3 leikkerfi sem hafi reynst Englendingum vel í riðlakeppninni. „Declan Rice og Jude Bellingham eru augljóst val á miðjunni og Jordan Henderson gæti vel verið valinn á kostnað Mason Mount vegna reynslu hans og stöðugleika.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira