Stuðningsmannahópar United birta kröfugerð fyrir nýja eigendur Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 16:31 Stuðningsmenn Manchester United eru með ýmsar kröfur fyrir mögulega nýja eigendur. Vísir/Getty Yfir fimmtíu stuðningsmannahópar Manchester United hafa birt lista með kröfum fyrir mögulega nýja eigendur félagsins. Eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, tilkynntu fyrir nokkru að þeir íhuga að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár. Glazier fjölskyldan hefur átt Manchester United síðan árið 2005 en í nóvember var greint frá því að þeir væru að skoða ýmsa möguleika varðandi félagið, meðal annars að selja það. Glazer-fjölskyldan er eflaust í hópi óvinsælustu eiganda íþróttaliðs í heiminum enda hefur hún tekið mikinn pening út úr félaginu í stað þess að fjárfesta í leikmönnum og aðbúnaði. Það er eflaust þess vegna sem stuðningsmannahóparnir vilja setja skýr mörk fyrir mögulega nýja eigendur. Í bréfi frá stuðningsmannahópunum er sagt að þeir vilji að nýir eigendur hlúi að félaginu og fjárfesti í því. Þeir segja að félagið sé meira en hver önnur auglýsingavara. Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði Undir bréfið skrifa stuðningsmannahópar eins og „Manchester United Supporters Trust (MUST) og „Manchester United Football Club Women´s Supports Club sem og ýmis félög innan sem utan Bretlandseyja. Þar kemur einnig fram að stuðningsmennirnir séu meira en tilbúnir til að aðstoða mögulega bjóðendur að skilja til hvers stuðningsmennirnir ætlist, til að auka líkurnar á að stuðningsmenn styðji við bakið á nýjum eigendum. Í frétt BBC kemur fram að ef Glazier fjölskyldan reyni að selja félagið, þá verði það gert næsta vor. Fjölskyldan keypti félagið á 790 milljónir punda árið 2005. Síðan þá hefur félagið eitt meira en milljarði punda í lánagreiðslur. Ítrekuð mótmæli hafa átt sér stað á síðustu árum til að mótmæla Glazier fjölskyldunni og stjórnarháttum hennar. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Glazier fjölskyldan hefur átt Manchester United síðan árið 2005 en í nóvember var greint frá því að þeir væru að skoða ýmsa möguleika varðandi félagið, meðal annars að selja það. Glazer-fjölskyldan er eflaust í hópi óvinsælustu eiganda íþróttaliðs í heiminum enda hefur hún tekið mikinn pening út úr félaginu í stað þess að fjárfesta í leikmönnum og aðbúnaði. Það er eflaust þess vegna sem stuðningsmannahóparnir vilja setja skýr mörk fyrir mögulega nýja eigendur. Í bréfi frá stuðningsmannahópunum er sagt að þeir vilji að nýir eigendur hlúi að félaginu og fjárfesti í því. Þeir segja að félagið sé meira en hver önnur auglýsingavara. Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði Undir bréfið skrifa stuðningsmannahópar eins og „Manchester United Supporters Trust (MUST) og „Manchester United Football Club Women´s Supports Club sem og ýmis félög innan sem utan Bretlandseyja. Þar kemur einnig fram að stuðningsmennirnir séu meira en tilbúnir til að aðstoða mögulega bjóðendur að skilja til hvers stuðningsmennirnir ætlist, til að auka líkurnar á að stuðningsmenn styðji við bakið á nýjum eigendum. Í frétt BBC kemur fram að ef Glazier fjölskyldan reyni að selja félagið, þá verði það gert næsta vor. Fjölskyldan keypti félagið á 790 milljónir punda árið 2005. Síðan þá hefur félagið eitt meira en milljarði punda í lánagreiðslur. Ítrekuð mótmæli hafa átt sér stað á síðustu árum til að mótmæla Glazier fjölskyldunni og stjórnarháttum hennar.
Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira